Skrúfar fyrir fjármagn til sjúkrahúsa í A-Jerúsalem

Trump vill nýta fjármagnið í önnur brýnni verkefni.
Trump vill nýta fjármagnið í önnur brýnni verkefni. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur fyr­ir­skipað að nýta eigi 25 millj­ón­ir dala (sem sam­svar­ar um 2,8 millj­örðum kr), sem höfðu verið eyrna­merkt­ar fyr­ir Palestínu­menn sem er hjúkrað á sjúkra­hús­um í Aust­ur-Jerúsalem, í önn­ur verk­efni. Þetta er liður í end­ur­skoðun á banda­rískri hjálp­araðstoð. 

Frá þessu greindi talsmaður banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. 

Trump óskaði eft­ir end­ur­skoðun á aðstoð Banda­ríkj­anna til handa Palestínu­mönn­um fyrr á þessu ári til að tryggja að verið væri að nýta fjár­magnið í þágu banda­rískra hags­muna og banda­rískra skatt­greiðenda. 

Talsmaður ráðuneyt­is­ins seg­ir að fjár­magnið verði notað í önn­ur verk­efni sem hafi meiri for­gang. 

Fram kem­ur á vef Reu­ters að þetta sé enn ein aðgerð rík­is­stjórn­ar Trumps sem bein­ist gegn Palestínu­mönn­um. Áður hef­ur Trump viður­kennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els, sem hef­ur reitt marga Palestínu­menn til reiði, sem og flutt sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Ísra­el frá Tel Aviv til Jerúsalem. 

Það var þvert á fyrri stefnu banda­rískra stjórn­valda og leiddi til þess að leiðtog­ar Palestínu­manna ákváðu að sniðganga friðarum­leit­an­ir á svæðinu sem Jared Kus­hner, ráðgjafi Trumps og tengda­son­ur, fór fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert