Rauðgrænir einum fleiri

Frá kosningavöku Sósíaldemókrata í Stokkhólmi.
Frá kosningavöku Sósíaldemókrata í Stokkhólmi. AFP

Taln­ingu at­kvæða í sænsku kosn­ing­un­um er við það að ljúka. Þegar 99,95% at­kvæða hafa verið tal­in hef­ur rauðgræna blokk­in, sem sam­an­stend­ur af Sósí­al­demó­kröt­um, Græn­ingj­um og Vinstri­flokkn­um, 144 þing­sæti, einu fleira en banda­lag hægri­flokka, sem Modera­terna, Kristi­leg­ir demó­krat­ar, Miðflokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mynda.

Rauðgræna banda­lagið tap­ar fimmtán þing­sæt­um frá því fyr­ir fjór­um árum, þegar það fékk 159 sæti. Hægri­banda­lagið bæt­ir hins veg­ar við sig tveim­ur sæti frá síðustu kosn­ing­um en það má þakka Miðflokkn­um og Kristi­leg­um demó­kröt­um sem bæta við sig níu og sjö mönn­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn stend­ur í stað frá síðustu kosn­ing­um en Modera­terna tapa 14.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósí­al­demó­krata. AFP

Svíþjóðardemó­kröt­um, sem til­heyra hvor­ugu banda­lag­inu, fjölg­ar síðan úr 49 í 62. Jimmie Åkes­son, formaður Svíþjóðardemó­krata, seg­ist reiðubú­inn að ræða við alla flokka um sam­starf en hef­ur þó sér­stak­lega boðið Ulf Kristers­son, for­manni Modera­terna, til viðræðna. Leiðtog­ar allra flokka á þingi hafa þó hingað til úti­lokað sam­starf við Svíþjóðardemó­krata. 

Leiðtogar flokkanna fjögurra sem mynda miðhægribandalagið.
Leiðtog­ar flokk­anna fjög­urra sem mynda miðhægri­banda­lagið. AFP

Þótt Sósí­al­demó­krat­ar séu sem fyrr stærst­ir á sænska þing­inu eft­ir kosn­ing­arn­ar, með 28,4%, at­kvæða, tap­ar flokk­ur­inn 2,8 pró­sentu­stig­um og fær nú sitt minnsta fylgi frá ár­inu 1911. Stef­an Löf­ven, formaður flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, hef­ur sagt að niður­stöður kosn­ing­anna eigi að fela í sér enda­lok blokkapóli­tík­ur­inn­ar, þar sem sænsk­ir flokk­ar starfa ein­ung­is inn­an hægri- eða vinstri­blokk­ar­inn­ar. Hvor­ug blokk­in hefði fengið skýrt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar og mik­il­vægt væri því að þeir flokk­ar sem vildu „bæta Svíþjóð“ tækju hönd­um sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert