Afneitar fjölda látinna í Púertó Ríkó

Trump á fundi með ríkisstjóra Púertó Ríkó í kjölfar hamfaranna …
Trump á fundi með ríkisstjóra Púertó Ríkó í kjölfar hamfaranna á síðasta ári. AFP

Í nýj­ustu tíst­um Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta ásak­ar hann demó­krata um að hafa látið hann líta illa út með því að láta gera skýrsl­ur þess efn­is að hátt í 3.000 hefðu látið lífið þegar felli­byl­ur­inn María reið yfir Pú­er­tó Ríkó fyr­ir tæpu ári.

„Þegar ég yf­ir­gaf eyj­una, EFT­IR að storm­ur­inn hafði gengið yfir, var tala lát­inna á milli 6 og 18,“ seg­ir Trump á Twitter-síðu sinni, og að tala lát­inna hafi ekki hækkað mikið eft­ir það. „Síðan löngu seinna fóru þeir að greina frá mjög háum töl­um, 3.000…“

„… Þetta gerðu demó­krat­ar til að láta mig líta eins illa út og þeir gætu á meðan mér tókst að safna millj­örðum doll­ara til að hjálpa til við að end­ur­byggja Pú­er­tó Ríkó. Ef mann­eskja lést af ein­hverj­um ástæðum, eins og vegna ald­urs, bætið þeim bara á list­ann. Slæm póli­tík. Ég elska Pú­er­tó Ríkó!“

Ljóst er að Trump er í mik­illi af­neit­un vegna máls­ins, en hann hef­ur verið harðlega gangrýnd­ur fyr­ir um­mæli sem hann lét falla á dög­un­um þegar hann var í viðtali vegna felli­byls­ins Flórens sem nú er við aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

María, sagði Trump „var lang­sam­lega það erfiðasta sem við höf­um sinnt, af því að þetta var eyja. Ég tel þó að viðbragðið hafi verið eitt það besta til þessa með til­liti til þess um hvað þetta snýst.“

Banda­ríska al­manna­varna­stofn­un­in gaf út skýrslu í júlí þar sem viður­kennt var að ekki hefði verið rétt brugðist við eft­ir að María reið yfir Pú­er­tó Ríkó. Þá var það fyrst nú í ág­úst að raf­magn komst að fullu á alls staðar á Pú­er­tó Ríkó, 11 mánuðum eft­ir að María fór þar yfir. Í ný­legri skýrslu kem­ur fram að 8% íbúa hafi yf­ir­gefið eyj­una og að marg­ir hafi lát­ist af völd­um lé­legr­ar heil­brigðisþjón­ustu og skorts á ann­arri aðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert