Selja börnum hnífa og áfengi

Lögreglan í London reynir að sporna við hnífaárásum í samstarfi …
Lögreglan í London reynir að sporna við hnífaárásum í samstarfi við LTS. AFP

Versl­an­ir í London hafa gerst sek­ar um að selja hnífa, áfengi og tób­ak til barna allt niður í 13 ára göm­ul. Frétta­vef­ur BBC grein­ir frá.

Viðskipta­eft­ir­litið í London kannaði málið og fékk sjálf­boðaliða til að kaupa hnífa og áfengi til að rann­saka al­gengi þess að hlut­irn­ir séu seld­ir börn­um. Stofn­un­in hafði eft­ir­lit með 2.500 söl­um en í 285 af þeim var varn­ing­ur seld­ur börn­um ólög­lega.

Um 14% versl­an­anna höfðu selt hnífa og 12% seldu áfengi. Lög­regl­an í London sagði ástandið óviðun­andi. Síðan í janú­ar hafa 64 lát­ist vegna hnífa­árása í London.

Sophie Lind­en, staðgeng­ill lög­reglu­stjór­ans í London, sagði í sam­tali við BBC: „Eina leiðin til að losna við hætt­una á göt­unni sem staf­ar af þess­um vopn­um er að taka hönd­um sam­an í að koma í veg fyr­ir að þau lendi í greip­um ungra íbúa London.“

Starfs­menn smá­sölu­versl­an­anna gætu þá átt fyr­ir höfði sér sex mánaða fang­elsi eða allt að 5.000 punda sekt fyr­ir að selja börn­um hnífa.

Þörf á meiri starfsþjálf­un

Stór íþrótta­vöru­versl­un í Wandsworth í suður­hluta London var sektuð um 20.000 pund eft­ir að hafa selt hníf til aðila und­ir lögaldri. Þegar sjálf­boðaliði í verk­efn­inu, 16 ára stúlka, keypti hníf­inn í versl­un­inni Decat­hlon LTD talaði hún við tvo sölu­full­trúa.

Hvor­ug­ur starfs­mann­anna spurði hana um ald­ur og var því auðvelt fyr­ir hana að kaupa hníf­inn. Tals­menn versl­un­ar­inn­ar sögðu að hníf­ar hefðu verið fjar­lægðir af jarðhæðinni og að starfs­menn hefðui fengið frek­ari þjálf­un í að selja slíka muni.

Nýj­ustu töl­ur lög­regl­unn­ar í London sýna 12% aukn­ingu hnífa­árása sein­ustu 12 mánuði. Á þessu ári hafa 8.704 hnífa­árás­ir átt sér stað sam­kvæmt bók­um lög­regl­unn­ar. LTS hef­ur unnið náið með lög­regl­unni að aðgerðum til að fækka hnífa­árás­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert