Le Pen gert að sæta geðrannsókn

Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP

Fransk­ur dóm­stóll hef­ur fyr­ir­skipað Mar­ine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, að gang­ast und­ir geðrann­sókn, en málið teng­ist rann­sókn á því hvers vegna hún deildi mynd­efni sem sýn­ir þau voðaverk sem liðsmenn Rík­is íslams hafa framið. 

Le Pen birti ljós­mynd af úr­sk­urðinum á Twitter og sagði að þetta væri sturlað. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Árið 2015 birti Le Pen mynd­ir af voðaverk­um Rík­is íslams. Ein mynd­anna sýndi höfuðlaust lík banda­ríska blaðamanns­ins James Foley, sem liðsmenn sam­tak­anna myrtu og af­höfðuðu.

Hún nýt­ur ekki leng­ur friðhelgi sem fransk­ur þingmaður og það er enn mögu­legt að hún verði dæmd til að greiða sekt eða jafn­vel til fang­elsis­vist­ar. 

Sam­kvæmt úr­sk­urðinum vill dóm­ar­inn fá úr því skorið með rann­sókn, hvort Le Pen glími við geðræn vanda­mál eða hvort hún geti skilið um­mæli og svarað spurn­ing­um.

„Þetta er sturlað,“ skrifaði Le Pen á Twitter. „Þessi stjórn­völd eru virki­lega far­in að verða skelfi­leg.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert