Trump lagði til landamæravegg yfir Sahara

Donald Trump segir að ætlun hans að byggja vegg við …
Donald Trump segir að ætlun hans að byggja vegg við landamæri Mexíkó til þess að stöðva fólks­flutn­inga til lands­ins og eit­ur­lyfja­smygl hafi verið meðal bestu kosningaloforða hans. AFP

Með því að reisa landa­mæra­vegg þvert í gegn­um Sa­hara-eyðimörk­ina væri hægt að koma í veg fyr­ir inn­flytj­endakrís­una í Evr­ópu. Það er að minnsta kosti mat Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem ráðlagði Josep Bor­ell, ut­an­rík­is­ráðherra Spán­ar, að reisa slík­an vegg.

Ráðið veitti Trump þegar Bor­ell heim­sótti Banda­rík­in ásamt spænsku kon­ungs­hjól­un­um í júní. Bor­ell greindi frá þessu sam­tali sínu við for­set­ann á há­degisviðburði í Madríd í vik­unni. BBC grein­ir frá.

Trump sagði jafn­framt að ætl­un hans að byggja vegg við landa­mæri Mexí­kó til þess að stöðva fólks­flutn­inga til lands­ins og eit­ur­lyfja­smygl hafi verið meðal bestu kosn­ingalof­orða hans.

„Landa­mær­in við Sa­hara eru varla stærri en landa­mæri okk­ar og Mexí­kó,“ á Trump meðal ann­ars að hafa sagt við Bor­ell. Landa­mæri Mexí­kó og Banda­ríkj­anna eru um þrjú þúsund kíló­metra löng en Sa­hara-eyðimörk­in er tæp­lega fimm þúsund kíló­metr­ar að lengd. Spánn hef­ur ekk­ert til­kall til yf­ir­ráða í eyðimörk­inni en það gera hins fjöl­mörg önn­ur ríki. Það gæti því reynst þraut­inni þyngri fyr­ir spænsk yf­ir­völd að byggja landa­mæra­vegg í eyðimörk­inni.

Bor­ell hef­ur ekk­ert sagt til um hvernig hann tók í þess­ar ráðlegg­ing­ar Trumps en talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Spán­ar staðfest­ir að sam­talið hafi átt sér stað.

Frá því í janú­ar hafa 35.000 flótta­menn komið til Spán­ar, fleiri en í nokkru öðru landi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ekki stendur til að reisa sérstakan landamæravegg á Spáni líkt …
Ekki stend­ur til að reisa sér­stak­an landa­mæra­vegg á Spáni líkt og Trump ráðlagði ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins í sum­ar. Hér má hins veg­ar sjá eins kon­ar landa­mærag­irðingu við landa­mæri Spán­ar og Gíbralt­ar. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka