Neitar ráðabruggi um að koma Trump frá

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir hér við Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræðir hér við Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. AFP

Rod Ro­sen­stein, aðstoðardóms­málaráðherra  Banda­ríkj­anna, neit­ar því al­farið að hann hafi rætt um að víkja Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta af for­seta­stóli með vís­un í 25. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hef­ur BBC eft­ir Ro­sen­stein að full­yrðing­in sé „óná­kvæm og staðreynda­lega röng“.

New York Times hef­ur eft­ir nafn­laus­um heim­ilda­mönn­um að Ro­sen­stein hafi lagt til að hljóðupp­taka yrði tek­in af for­set­an­um með leynd til að svipta hul­unni af ringul­reiðinni sem ríki í Hvíta hús­inu.

Er til­lag­an sögð hafa verið sett fram á þeim tíma er Trump rak James Comey, þáver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI.

Comey hafði á þeim tíma yf­ir­um­sjón með rann­sókn FBI á tengsl­um fram­boðs Trumps og rúss­neskra ráðamanna. Vísaði Trump til „Rús­sa­máls­ins“ þegar hann var spurður um ákvörðun sína að reka Comey.

Að sögn New York Times á Ro­sen­stein að hafa rætt að fá ráðherra stjórn­ar­inn­ar til að skýr­skota til 25. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar sem kveður á um að fjar­lægja megi for­seta úr embætti reyn­ist hann óhæf­ur til að gegna starf­inu. Þá er Ro­sen­stein sagður hafa lagt til að leyni­leg­ar hljóðupp­tök­ur yrðu tekn­ar upp af for­set­an­um, til að svipta hul­unni af ringul­reiðinni og trufl­un­un­um sem væru á starf­inu í Hvíta hús­inu.

Á Ro­sen­stein að hafa lagt þetta til á fund­um, sem og í sam­ræðum dóms­málaráðuneyt­is­ins og FBI.  Vitn­ar New York Times til heim­ilda­manna sem ým­ist var greint frá sam­töl­un­um, eða vísaði í minn­is­blöð þar sem vitnað var í þau.

Seg­ir blaðið Trump kunna að líta á grein­ina sem rétt­læt­ingu á þeirri trú sinni að sam­særi sé inn­an stjórn­kerf­is­ins um að koma sér úr embætti. Hann hef­ur líka áður gagn­rýnt frétt­ir New York Times og Washingt­on Post þar sem vitnað er í nafn­lausa heim­ilda­menn. 

Ro­sen­stein sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far frétt­ar New York Times þar sem hann sagði að hún væri bæði „óná­kvæm og staðreynda­lega röng“.

„Ég mun ekki tjá mig frek­ar um frétt sem bygg­ir á nafn­laus­um heim­ilda­mönn­um sem eru aug­ljós­lega hlut­dræg­ir gegn ráðuneyt­inu,“ sagði Ro­sen­stein. „Ég get hins veg­ar verið al­veg skýr með þetta: Á grund­velli minna per­sónu­legu kynna af for­set­an­um þá er eng­in grun­völl­ur fyr­ir að virkja 25. grein­ina.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert