Ekki fleiri morð síðan 2008

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, ætlar að horfa til þess hvernig …
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, ætlar að horfa til þess hvernig yfirvöld Glasgow hafa tekist á við sína ofbeldisglæpi.

Mem­unatu War­ne, 46 ára tveggja barna móðir í Woolwich í London, varð hundraðasta fórn­ar­lamb í morðöldu sem virðist ganga yfir borg­ina á þessu ári. Ekki hafa fleiri morðmál komið inn á borð lög­reglu í tíu ár og hafa borg­ar­yf­ir­völd af þessu stór­ar áhyggj­ur. Borg­ar­stjóri Lund­úna, Sa­diq Khan, lýsti því yfir í fyrra­dag að tak­ast ætti á við of­beldið eins og al­var­leg­an sjúk­dóm sem væri að sýkja sam­fé­lagið. Í yf­ir­lýs­ingu borg­ar­stjór­ans vísaði hann til þess hvernig yf­ir­völd Glasgow hafa tek­ist á við sína of­beld­is­glæpi með góðum ár­angri og sagði sér­stak­an starfs­hóp lög­regl­unn­ar í of­beld­is­mál­um (e. Vi­o­lence Reducti­on Unit, VRU) ætla að nota sömu nálg­un þar sem for­varn­ir skipta ekki síst máli.

Ekki eru þó all­ir sann­færðir um að þetta plan gangi eft­ir þar sem nán­ari út­færslu þykir vanta. Borg­ar­stjór­inn seg­ir að ætl­un­in sé meðal ann­ars að ráðast í for­varn­ir og að skól­ar, heil­brigðis­kerfið, lög­regl­an og fleiri stofn­an­ir verði virkjaðar í að stíga af meiri ákveðni og fyrr inn í of­beld­is­mál sem ljóst er að gætu endað með mannsláti.

Al­var­legra heim­il­isof­beldi

En hvernig á að vera hægt að sjá fyr­ir morð og hvernig eiga þess­ar stofn­an­ir að geta séð hvar þarf að stíga fyrr inn í? Stór hluti þeirra sem látið hafa lífið eru fórn­ar­lömb heim­il­isof­beld­is og gengja­stríða. Heim­il­isof­beldi er vax­andi áhyggju­efni þar sem dauðsföll­um tengd­um fjöl­skyldu­erj­um hef­ur fjölgað mikið, raun­ar eru fórn­ar­lömb í þeim aðstæðum jafn­mörg og þau sem lát­ast í bar­dög­um glæpa­gengja að því er kem­ur fram í út­tekt Guar­di­an. 15 fórn­ar­lambanna hafa verið kon­ur, sex karl­menn. Á þessu sviði sjá yfirvöld borg­ar­inn­ar fyr­ir sér að hægt væri að stíga fyrr inn í aðstæður.

Glasgow fyr­ir­mynd

London horf­ir til Glasgow því sú borg og Skot­land í heild hef­ur náð frá­bær­um ár­angri í bar­áttu gegn of­beld­is­verk­um. Árið 2005 sýndi skýrsla Sam­einuðu þjóðanna að of­beldi í Skotlandi var mest meðal allra þróaðra ríkja heims og voru þá þre­falt meiri lík­ur á að ráðist væri á mann í Skotlandi en Banda­ríkj­un­um að því er Times greindi frá á sín­um tíma.
Tíu árum síðar hefði varla getað verið ólík­ara um­horfs hjá Skot­um og morðum hef­ur fækkað um helm­ing og hef­ur VRU í Skotlandi unnið þar mesta þrek­virkið, ekki síst með sér­stöku VRU-pró­grammi. Þar hef­ur fræðsla í skól­um og sam­starf við fé­lagsþjón­ustu og heilsu­gæslu verið áber­andi. Of­beld­is­menn sem náð hafa beinu braut­inni hafa haldið fyr­ir­lestra og borg­ar­yf­ir­völd stigið inn í aðstæður ungs fólks sem er í áhættu vegna fé­lags­skap­ar og aðstæðna, boðið störf og aðstoð og kort­leggja einnig þá sem eru lík­leg­ir til að fremja voðaverk og bjóða fram aðstoð að fyrra bragði. Þeir sem lokið hafa afplán­un vegna of­beld­is­brota eiga einnig auðveld­ara með að koma út í sam­fé­lagið að nýju þar sem þétt­ara net stuðnings bíður þeirra. Þeim eru boðin störf, aðstoð með hús­næði og ým­iss kon­ar þjálf­un og rann­sókn­ir hafa sýnt að þeir eru ólík­legri til að brjóta af sér aft­ur. BBC fjallaði ítarlega um þenn­an viðsnún­ing í vik­unni.

Hníf­ar koma oft­ar við sögu

Það var ekki nú í ár sem morðum snar­fjölgaði svo. Síðasta ár var slæmt en þá voru fram­in 117 morð í borg­inni og höfðu þá ekki verið jafn­mörg í 10 ár. Á sama tíma í fyrra höfðu 99 morð verið fram­in, einu færri en nú.

Breskan lögreglan hefur aldrei lagt hald á jafnmikið magn af …
Bresk­an lög­regl­an hef­ur aldrei lagt hald á jafn­mikið magn af hníf­um og á þessu og síðasta ári, flest­ir í eigu ungs fólks.



Hnífa­árás­ir koma við sögu í þrem­ur af hverj­um fimm mann­dráp­um á ár­inu, sama og var uppi á ten­ingn­um í Glasgow þegar verst lét þar. Þannig hafa 64 lát­ist af völd­um hnífstungna nú í ár og á síðasta ári lét­ust 80 manns af sömu or­sök­um. Ban­væn­ar hnífstung­ur eru sam­an­lagt fleiri í London en í öllu Englandi og Wales, sam­kvæmt töl­um bresku lög­regl­unn­ar.
Mart­in Hewitt, aðstoðarlög­reglu­stjóri Lund­úna, sagði á ráðstefnu sem hald­in var í sum­ar um hnífa­árás­ir að þær væru mun of­beld­is­fyllri en áður. Fyr­ir fimm árum hefði hann aðeins getað lýst hnífstungu­mál­um sem minni hátt­ar en í dag væru fórn­ar­lömb árás­anna margstung­in, með stór­um hníf­um.

Faðir ungs drengs sem lenti í það al­var­legri árás í London að fjar­lægja þurfti ann­an fót­inn á hon­um, seg­ir í viðtali við BBC í vik­unni að það að bera stóra hnífa og sýna of­beld­is­fulla hegðun sé nán­ast í tísku hjá ákveðnum hóp­um ungs fólks í borg­inni og þar ríki ákveðin lög­leysa, ung­menn­in virði ekki lög, hlusti ekki á for­eldra og ekk­ert traust sé milli for­eldra og barna.
Fyrsti fjórðung­ur árs­ins hef­ur verið verst­ur í London og að meðaltali voru þrjú morð fram­in í hverri viku. Hefði sú þróun haldið áfram væru fórn­ar­lömb­in orðin 180 núna, sem væri það versta frá ár­inu 2005 að því er kem­ur fram í Guar­di­an.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert