Átta ára gömul sænsk stúlka gerði merkilega uppgötvun í sumar þegar hún fann 1.500 ára gamalt sverð í Vidöstern-vatni í Jönköping í Svíþjóð. Hún var í sumarfríi ásamt fjölskyldu sinni við vatnið þegar hún steig á eitthvað og ákvað að athuga betur hvað það væri. Hún lyfti því upp og sá að á því var handfang og upplýsti föður sinn um að það liti út eins og sverð.
BBC greinir frá því að vatnsyfirborðið hafi verið einstaklega lágt þegar Saga Vanecek var þar við sund, líklega vegna mikilla þurrka í sumar. Faðir Vanecek hélt upphaflega að um óvenjulegt prik væri að ræða, en þegar hann bað vin sinn að líta nánar á það fór þá að gruna að um fornt vopn væri að ræða.
Upphaflega var talið að sverðið væri um 1.000 ára gamalt, en við nánari rannsóknir kom í ljós að það er líklega helmingi eldra en það, en það mun vera mjög vel farið. Safnið sem nú hýsir og rannsakar sverðið segir að Vidöstern-vatn verði kannað betur í kjölfar fundarins.