Hollenskar orrustuþotur sendar á loft

AFP

Hollenski flugherinn sendi tvær F-16 orrustuþotur á loft nýverið til þess að fylgja farþegaþotu á leið frá Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til lendingar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum í Hollandi í dag.

Fram kemur í frétt AFP að ástæðan hafi verið sú að til átaka kom í farþegaþotunni eftir að 29 ára gamall bandarískur karlmaður hafði neitað að setjast í sæti sitt. Áhöfn þotunnar með aðstoð farþega hafi náð að yfirbuga manninn. Nokkrir farþegar urðu fyrir minni háttar áverkum. Ekki hefur verið upplýst hvaða flugfélag hafi verið um að ræða.

Maðurinn var handtekinn eftir að farþegaþotan hafði lent. Var niðurstaða lögreglu að erfitt væri að ná sambandi við manninn og var hann fluttur til skoðunar hjá læknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Sölvi Fannar Viðarsson Sölvi Fannar Viðarsson: CC
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert