Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur kosið og samþykkt Brett Kavanaugh sem næsta hæstaréttardómara landsins. Hlaut hann kjör með 50 atkvæðum gegn 48 og er kjörið það naumasta sem hæstaréttardómari hefur hlotið í 137 ár.
Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum dómaraefni Bandaríkjaforseta, en þrjár konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Kavanaugh hlaut kjör í öldungadeild þingsins á meðan hið minnsta þúsund mótmæltu á götum Washingtonborgar.
Nokkrum sinnum trufluðu reiðir mótmælendur á áhorfendapöllum þingsins atkvæðagreiðsluna, en kjör Kavanaugh er talið vera stærsti sigurinn í forsetatíð Donalds Trump.
Ekki hefur verið svo mjótt á munum í atkvæðagreiðslu um hæstaréttardómara síðan 1881, þegar dómaraefni James Garfield, Stanley Matthews, var kjörið með 24 atkvæðum gegn 23.
BREAKING: Kavanaugh to be sworn in later Saturday by Chief Justice John Roberts and retired Associate Justice Anthony M. Kennedy https://t.co/742Tkofy2w
— The Associated Press (@AP) October 6, 2018
How Kavanaugh maneuvered to win his confirmation fight https://t.co/MPOnYbptmP
— CNN (@CNN) October 6, 2018
Fréttin hefur verið uppfærð.