Kavanaugh hefur svarið embættiseið sinn

Brett Kavanaugh sver embættiseið sinn að viðstaddri eiginkonu sinni og …
Brett Kavanaugh sver embættiseið sinn að viðstaddri eiginkonu sinni og dætrum. Ljósmynd/Hæstiréttur Bandaríkjanna

Brett Kavan­augh hef­ur svarið embættiseið sinn sem dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna en það gerði hann aðeins um tveim­ur klukku­stund­um eft­ir að meiri­hluti öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings samþykkti til­nefn­ingu hans í gær­kvöld.

Öld­unga­deild­in samþykkti til­nefn­ingu Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta á Kavan­augh með 50 at­kvæðum gegn 48 eft­ir mikl­ar umræður og mót­mæli gegn skip­un hans. Hæsta­rétt­ar­dóm­ari hef­ur ekki verið samþykkt­ur með minni mun frá ár­inu 1881.

Með skip­un Kavan­augh er meiri­hluti íhalds­manna í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna fest­ur í sessi sam­kvæmt frétt AFP en fimm af níu dómur­um hans hafa verið skipaðir af for­set­um re­públi­kana. Trump hef­ur fagnað skip­un­inni mjög.

Óvíst varð um skip­un Kavan­aughs eft­ir að þrjár kon­ur stigu fram og sökuðu hann um kyn­ferðisof­beldi þegar hann var ung­ling­ur og þegar hann stundaði nám við Yale-há­skóla. Tvær sögðust hafa orðið fyr­ir því sjálf­ar og ein orðið vitni að slíku.

Re­públi­kan­ar hafa fagnað niður­stöðunni en þeir hafa nú meiri­hluta í báðum deild­um Banda­ríkjaþings og meiri­hluta í Hæsta­rétti auk for­seta­embætt­is­ins. Þing­kosn­ing­ar eru hins veg­ar í næsta mánuði og óvíst hvernig staðan verður í kjöl­far þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert