12 látnir eftir flóð á Majorka

Hreingerningarstarf er hafið í bænum Sant Llorenc og íbúar leita …
Hreingerningarstarf er hafið í bænum Sant Llorenc og íbúar leita eigulegra muna í rústunum. AFP

Tala látinna eftir skyndiflóð á spænski ferðamannaeyjunni Majorka er komin upp í 12, en björgunaraðilar fundu lík karlmanns og konu í dag. Líkin fundust í nágrenni Arta, sem er einn af bæjunum sem urðu fyrir flóðunum. Tilkynnt hafði verið að pars frá Þýslandi væri saknað á þessu svæði, en ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða sama fólk og fannst látið í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

Enn er leitað af fimm ára gömlum dreng sem saknað hefur verið frá því miklar rigningar hófust skyndilega síðdegis á þriðjudag. Hann var farþegi í bíl móður sinnar sem er ein þeirra sem lést í flóðunum. Hún mun hins vegar hafa náð að bjarga dóttur sinni úr bílnum áður en vatnið hreif hana og bílinn með sér.

AFP

Svo mikill vatnsflaumur myndaðist á skömmum tíma að fólk hafði aðeins nokkrar mínútur til að forða sér undan vatninu sem æddi áfram um götur nokkurra bæja á eyjunni.

Bærinn Sant Ll­orenc des Car­dass­ar, sem er á aust­ur­hluta eyj­unn­ar, fór til að mynda næstum í kaf eft­ir að á flæddi yfir bakka sína í kjöl­far rigninganna. Hreingerningarstarf er nú hafið í bænum og eru stórvirkar vinnuvélar notaðar til að hreinsa göturnar. Íbúar hafa reynt að safna saman eigulegum munum úr rústum húsa með aðstoð sjálfboðaliða.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert