Sakaði svartan dreng um að snerta hana

Konan hringdi í lögregluna og sakaði drenginn um að hafa …
Konan hringdi í lögregluna og sakaði drenginn um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Skjáskot/Facebook

Hvít kona, sem hringdi í lögregluna og sagði að ungur svartur drengur hefði snert bakhlutann á henni í verslun í Brooklyn, hefur verið dregin sundur og saman í háði á samfélagsmiðlum. Í gær bað hún barnið opinberlega afsökunar á ásökunum sínum.

Greint var frá málinu í New York Times í gær og það sagt dæmi um ofurviðkvæmni hvítra sem hringi í tíma og ótíma í lögregluna til að kvarta undan svörtu fólki. Íbúi í Brooklyn náði upptöku af atvikinu sem átti sér stað í Sahara Deli Market á miðvikudag. Horft hefur verið á upptökuna yfir fjórum milljón sinnum og má sjá hana hér að neðan. „Ég varð rétt í þessu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu barns,“ heyrist konan segja á upptökunni og var hún þá að tala við lögregluna. Drengurinn, sem er um níu ára gamall, brast í grát fyrir utan verslunina. „Sonur hennar greip í rassinn á mér og hún ákvað að öskra á mig,“ heyrist konan segja um móður drengsins. 

Í frétt New York Times segir að það sé orðið hluti af hversdagslífi New York-búa að gera stólpagrín að þeim sem haga sér ósæmilega eða afhjúpa kynþáttamiðuð viðhorf sín. Enginn er lengur feiminn við það að birta myndir og myndskeið af slíku á samfélagsmiðlum.

Hvíta konan í búðinni sneri aftur þangað á föstudag og horfði þá á upptöku úr öryggismyndavélum af atvikinu. Á henni mátti sjá að drengurinn snýr sér við og rekur bakpoka sinn í rassinn á henni. Eftir að hafa horft á myndbandið sagði konan: „Ungi maður, ég veit ekki hvert nafn þitt er en mér þykir þetta leitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert