Donald Trump heitir þeim sem voru að baki morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi harðri refsingu.
„Við ætlum okkur að komast til botns í þessu máli og það verður hörð refsing,“ sagði Trump í þættinum 60 minutes á CBS-sjónvarpsstöðinni sem birt var í dag.
„Í augnablikinu neita þeir því og neita því ákaft. Gætu það hafa verið þeir? Já,“ sagði Trump og vísaði þar til þess stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa harðneitað því að hafa átt þátt í hvarfi blaðamannsins og meintu morði hans.
Blaðamaðurinn fór inn á ræðismannaskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi í byrjun mánaðarins og snéri ekki aftur. Tyrknesk yfirvöld segja að hann hafi verið myrtur þar og kenningar eru um að lík hans hafi verið brytjað niður.
Viðtalið við Trump í heild verður sýnt í sjónvarpsþættinum annað kvöld.