Böndin sögð berast að krónprinsinum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar hér Mohammed bin Salman, krónprinsi …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar hér Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, í opinberri heimsókn sinni til Ríad í gær. A.m.k. fjórir þeirra sem taldir eru tengjast hvarfi Khashoggis hafa tengsl við prinsinn. AFP

Einn 15 menn­ing­anna, sem tald­ir eru tengj­ast hvarfi sádi-ar­ab­íska blaðamanns­ins Jamal Khashoggi, hef­ur reglu­lega sést  í fylgd Mohammed bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, þrír til viðbót­ar tengj­ast ör­yggis­teymi prins­ins og sá fimmti er hátt sett­ur rétt­ar­meina­fræðing­ur. New York Times fjall­ar í dag um menn­ina fimm og seg­ir bönd­in sem ber­ast að prins­in­um verða æ sterk­ari.

Ekk­ert hef­ur spurst til Khashogg­is síðan 2. októ­ber þegar hann kom á ræðismanns­skrif­stof­u Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi til þess að sækja gögn í tengsl­um við fyr­ir­hugað brúðkaup hans og unn­ust­unn­ar. Tyrk­nesk stjórn­völd full­yrða að Khashoggi hafi verið myrt­ur á skrif­stof­unni, en því hafa stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu neitað til þessa.

New York Times seg­ir einn 15 menn­ing­anna sem stadd­ir voru í sendi­ráðinu er Khashoggi var þar hafa sést ít­rekað í fylgd krón­prins­ins. Hann sjá­ist á mynd­um með prins­in­um í Par­ís, Madrid, Hou­st­on, Bost­on, auk þess að standa vörð í heim­sókn hans í höfuðstöðvar Sam­einuðu þjóðanna.

Þrír til viðbót­ar tengj­ast, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, ör­yggis­teymi prins­ins. Sá fimmti, meina­tækn­ir­inn, er hins veg­ar hátt sett­ur í sádi-ar­ab­íska inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. 

Ímynd prins­ins svert

Séu full­yrðing­ar tyrk­neska yf­ir­valda rétt­ar um að menn­irn­ir hafi verið stadd­ir á skrif­stofu ræðismanns­ins í Ist­an­búl er Khashoggi hvarf seg­ir New York Times það geta bent til beinna tengsla krón­prins­ins við hvarf Khashogg­is. Það grafi und­an öll­um skýr­ing­um um að hann hafi lát­ist í óheim­illi aðgerð sem ekki hafi verið samþykkt af prins­in­um. Seg­ir blaðið tengsl fjór­menn­ing­anna við Mohammed prins gera Hvíta hús­inu og Banda­ríkjaþingi erfiðara um vik að samþykkja slík­ar skýr­ing­ar.

New York Times seg­ist hafa staðfest að tyrk­nesk yf­ir­völd hafi borið kennsl á  a.m.k. níu af mönn­un­um 15 sem starfs­menn sádi-ar­ab­ísku leyniþjón­ust­unn­ar, hers­ins eða ráðuneyta.

Einn mann­anna, Maher Abdulaziz Mutreb, hafði stöðu diplómata og starfaði við sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í London 2007 og ferðaðist þá víða með krón­prins­in­um, mögu­lega sem líf­vörður hans.

Samsett mynd úr eftirilitsmyndavélum af mönnunum 15 sem tyrkneska lögreglan …
Sam­sett mynd úr eft­ir­ilits­mynda­vél­um af mönn­un­um 15 sem tyrk­neska lög­regl­an tel­ur tengj­ast hvarfi Khashogg­is. New York Times seg­ir a.m.k. 9 þeirra tengj­ast sádi-ar­ab­ísku leyniþjón­ust­unni. AFP

New York Times seg­ir það munu hafa mik­il áhrif á stöðu prins­ins gagn­vart vest­ur­veld­um og sádi-ar­ab­ísku kon­ungs­fjöl­skyld­unni að hve miklu leyti sé hægt að tengja hann hvarfi eða dauða Khashogg­is.

Sjálf­ur hef­ur hann gefið sig út fyr­ir að vera um­bótamaður sem hyggi á breyt­ing­ar á efna­hag og menn­ingu rík­is­ins. Hef­ur hann nýtt sér þá ímynd til að hafa áhrif á stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar í Mið-Aust­ur­lönd­um og til að höfða til vest­rænna fjár­festa og fá þátt­töku í að auka fjöl­breyti­leika í at­vinnu­lífi lands­ins.

Frétt­ir af meintri af­töku og mögu­legri sund­urlimun á líki Khashoggi hafa hins veg­ar þegar svert ímynd Mohammed prins í mun meira mæli en fyrri mis­tök prins­ins hafa gert. Rán á for­sæt­is­ráðherra Líb­anon eða þátt­taka í stríðinu í Jemen hafi ekki haft sam­bæri­leg áhrif á ímynd hans.

Jamal Khashoggi. Ekkert hefur til hans spurst síðan 2. október.
Jamal Khashoggi. Ekk­ert hef­ur til hans spurst síðan 2. októ­ber. AFP

Lag­ar­de hætt­ir við þát­töku í Ríad

Krón­prins­inn og faðir hans, Salm­an Sáda­kon­ung­ur, hafa neitað því að hafa nokkra vitn­eskju um hvað hafi orðið af Khashoggi og hafa ít­rekað sagt hann hafa yf­ir­gefið ræðismanns­skrif­stof­una.

Und­an­farna daga hafa stjórn­end­ur margra  stór­fyr­ir­tækja, m.a. banda­rískra, hætt við þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­ráðstefnu sem fram á að fara í Ríad síðar í mánuðinum. Nú síðast í dag var til­kynnt að Christ­ine Lag­ar­de, for­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hafi hætt við þátt­töku. Þá hafa þing­menn Banda­ríkjaþings hvatt til þess Sádi-Ar­ab­ía verði lát­in sæta refsiaðgerðum.

Banda­rík­in, Sádi-Ar­ab­ía og Tyrk­land eru hins veg­ar sögð leita lausn­ar á vand­an­um sem leyfi Sádum að halda and­lit­inu. Þannig greindu fjöl­miðlar frá því í gær að bú­ist væri við að Sádi-Ar­ab­ía myndi viður­kenna að Khashoggi hefði lát­ist við yf­ir­heyrslu sem farið hefði úr­skeiðis og um leyniþjón­ustu­mönn­un­um yrði þar með kennt um.

Ekk­ert ból­ar hins veg­ar á slíkri viður­kenn­ingu enn þá og seg­ir New York Times stöðu hinna grunuðu inn­an sádi-ar­ab­íska stjórn­kerf­is­ins og tengsl þeirra við krón­prins­inn gera slík­ar skýr­ing­ar ólík­leg­ar. Þá bendi vera rétt­ar­meina­fræðings­ins til þess að það morð hafi verið hluti áætl­un­ar­inn­ar.

Húsleit var gerð í bústað ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í …
Hús­leit var gerð í bú­stað ræðismanns Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í gær. Ræðismaður­inn er hins veg­ar flog­inn heim til Sádi-Ar­ab­íu. AFP

Þegiðu, ef þú vilt lifa!

Tyrk­ir segj­ast hafa sann­an­ir fyr­ir því að 15 sádi-ar­ab­ísk­ir leyniþjón­ustu­menn hafi flogið til Ist­an­búl 2. októ­ber, þar hafi þeir myrt Khashoggi og sund­urlimað lík hans með bein­sög sem þeir tóku með sér í því skyni og síðan hafi þeir flogið á brott aft­ur sama dag. Flug­skrár sýna að tvær einkaþotur í eigu sádi-ar­ab­ísks fyr­ir­tæk­is með náin tengsl við krón­prins­inn og sádi-ar­ab­íska inn­an­rík­is­ráðuneytið hafi flogið frá Ist­an­búl dag­inn sem Khashoggi hvarf.

Tyrk­nesk yf­ir­völd segi enn frem­ur að Khashoggi hafi verið myrt­ur inn­an við tveim­ur tím­um eft­ir að hann kom á skrif­stof­una sem þýði að ekki hafi gef­ist lang­ur tími fyr­ir yf­ir­heyrsl­una að fara úr bönd­un­um.

Tyrk­neska dag­blaðið Yeni Safak, sem er hliðhollt tyrk­nesk­um stjórn­völd­um, hef­ur að sögn AFP-frétta­stof­unn­ar greint frá því að hafa hlustað á hljóðupp­tök­ur af Khashoggi sæta pynt­ing­um, þar sem fing­ur hafi verið skorn­ir af hon­um og höfuðið því næst hoggið af hon­um. Heyra megi sádi-ar­ab­íska ræðismann­inn Mohammed al-Otai­bi segja meðan á pynt­ing­un­um stend­ur: „Gerið þetta úti. Þið eigið eft­ir að koma mér í vand­ræði.“

Því svari óþekkt­ur ein­stak­ling­ur til: „Ef þú vilt lifa þegar þú snýrð aft­ur til Sádi-Ar­ab­íu skaltu þegja!“

Al-Otai­bi yf­ir­gaf ræðismanns­skrif­stof­una í gær og hélt til Sádi-Ar­ab­íu. Hann full­yrðir að það hafi hann gert að eig­in ósk, en tyrk­neska lög­regl­an hef­ur fram­kvæmt hús­leit á ræðismanns­skrif­stof­unni, í ræðismanns­bú­staðnum og bif­reiðum tengd­um skrif­stof­unni.

Réttarmeinafræðingur að störfum á skrifstofu sádi-arabíska ræðismannsins í Istanbúl.
Rétt­ar­meina­fræðing­ur að störf­um á skrif­stofu sádi-ar­ab­íska ræðismanns­ins í Ist­an­búl. AFP

Hækkaður í tign fyr­ir að verja höll prins­ins í Jeddah

New York Times seg­ist hafa safnað viðbót­ar­upp­lýs­ing­um um hina grunuðu með því að nýta and­lits­kennslabúnað, op­in­ber­ar skrár, gagna­grunn yfir sádi-ar­ab­ísk farsíma­núm­er, sádi-ar­ab­ísk­ar frétt­ir, prófíla á sam­fé­lags­miðlum og í sum­um til­fell­um frá­sagn­ir vitna í Sádi-Ar­ab­íu og þeim lönd­um sem prins­inn hef­ur heim­sótt.

Fyrr­ver­andi diplómat­inn Mutreb sést á ljós­mynd­um stíga út úr flug­vél­um með krón­prins­in­um í ný­leg­um ferðum hans til Madrid og Par­ís­ar. Þá var hann einnig myndaður í heim­sókn­um prins­ins til Hou­st­on, Bost­on og höfuðstöðva Sam­einuðu þjóðanna, þar sem hann sést skanna mann­fjöld­ann.

Frakki sem unnið hef­ur fyr­ir sádi-ar­ab­ísku kon­ungs­fjöl­skyld­una hef­ur þá borið kennsl á Abdulaziz Mohammed al-Hawsawi, einn 15 menn­ing­anna, sem liðsmann í ör­yggis­teym­inu sem ferðist með krón­prins­in­um.

Sádi-ar­ab­ísk frétta­stofa seg­ir þá mann sem beri sama nafn og einn hinna grunuðu, Thaar Ghaleb al-Har­bi, hafa á síðasta ári verið hækkaðan í tign og gerður að liðsfor­ingja í kon­ung­lega herliðinu fyr­ir sýnt hug­rekki við að verja höll prins­ins í Jeddah.

Sá fjórði hef­ur ferðast með vega­bréfi í nafni ann­ars liðsmanns kon­ung­lega varðar­ins, Muhammed Saad Alza­hrani. Sé nafni hans slegið inn í appið Menom3ay, sem er vin­sælt app í Sádi-Ar­ab­íu, kem­ur fram að hann sé liðsmaður kon­ung­lega varðar­ins. Í mynd­bandi frá 2017 má sjá vörð með þetta nafn standa við hlið krón­prins­ins.

Unnusta Khashoggi, Hadice, beið hans í hátt í hálfan sólarhring …
Unn­usta Khashoggi, Hadice, beið hans í hátt í hálf­an sól­ar­hring áður en hún hafði sam­band við yf­ir­völd. AFP

Birti grein­ar um sund­urlimun og hreyf­an­lega líkskoðun

New York Times seg­ir að þó að liðsmenn kon­ung­lega varðliðsins eða aðstoðar­menn ferðist með prins­in­um heyri þeir ekki endi­lega beint und­ir hann og þeir geti líka sinnt öðrum störf­um. Það sé því vissu­lega mögu­legt að þeir hafi verið fengn­ir af hátt sett­um ein­stak­lingi inn­an leyniþjón­ust­unn­ar til að taka þátt í aðgerð til að fanga og yf­ir­heyra Khashoggi. Viðvera rétt­ar­meina­fræðings­ins, Salah al-Tubaigy, bendi hins veg­ar til þess að það hafi átt að myrða hann.

Tubaigy, sem er virk­ur á nokkr­um sam­fé­lags­miðlum, er yf­ir­maður sádi-ar­ab­íska rétt­ar­meinaráðsins og er hátt sett­ur í virk­asta lækna­skóla rík­is­ins sem og í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Hann var við nám í Glasgow há­skóla 2015 og dvaldi þrjá mánuði í Ástr­al­íu við rann­sókn­ir í Victori­an Institu­te of For­ensic Medic­ine-rétt­ar­meina­fræðastofn­un­inni. Hann hef­ur fengið birt­ar grein­ar um sund­urlimun og hreyf­an­lega líkskoðun.

New York Times seg­ir ekk­ert í op­in­ber­um skrám benda til tengsla hans við hirðina, en ólík­legt verði að telj­ast að maður í hans stöðu taki þátt í óleyfi­legri aðgerð sem ein­hver hon­um lægra sett­ur hafi skipu­lagt.

Á þessu myndbandi úr öryggismyndavél sést blaðamaðurinn Jamal Khashoggi koma …
Á þessu mynd­bandi úr ör­ygg­is­mynda­vél sést blaðamaður­inn Jamal Khashoggi koma til ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl. Þaðan sneri hann aldrei. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert