Ganga þúsundir kílómetra í von um betra líf

Um 2.000 manns ganga saman í hóp og freista þess …
Um 2.000 manns ganga saman í hóp og freista þess að komast til Bandaríkjanna. AFP

Áætl­un Ar­ely Or­ell­ana er frek­ar ein­föld, hún ætl­ar að halda í norðurátt þangað til hún og tvö fimm ára barna­börn henn­ar sam­ein­ast dótt­ur henn­ar ein­hvers staðar í Hou­st­on í Texas í Banda­ríkj­un­um. Til þess þurfa þau hins veg­ar að ganga um 5.000 kíló­metra eða svo.

Or­ell­ana og ömmu­dreng­ir henn­ar tveir eru í hópi yfir 2.000 Hond­úrasbúa sem freista þess að halda norður eft­ir í gegn­um Gvatemala og Mexí­kó í átt að landa­mær­um Banda­ríkj­anna til þess að sleppa und­an of­beldi og fá­tækt í heima­land­inu. Fólkið geng­ur meðfram veg­um með kerr­ur og hjóla­stóla en sum­ir reyna að fá far með bíl­um eða rút­um sem eiga leið hjá.

AFP

Blaðamaður The Guar­di­an hitti Or­ell­ana á göngu í gær en hún virt­ist ekki mjög vel búin til far­ar­inn­ar. Eini far­ang­ur­inn var bak­poki með nokkr­um flík­um til skipt­anna og skó­búnaður­inn voru slitn­ar esp­a­drill­ur.

Hún seg­ist hins veg­ar ekki hafa aðra kosti í stöðunni. Faðir drengj­anna tveggja hafi verið myrt­ur og það vilji eng­inn ráða hana, 65 ára gamla konu, í vinnu. „Ég get ekki séð fyr­ir þeim leng­ur. Ég er of göm­ul og fæ ekki vinnu.“

Hún ákvað því að reyna að kom­ast til dótt­ur sinn­ar sem flutti frá norður­hluta Hond­úras til Banda­ríkj­anna fyr­ir þrem­ur árum í leit að vinnu. Hún er með síma­núm­er dótt­ur­inn­ar skrifað á hand­legg­inn svo hún gleymi því ekki eða týni.

Halda ótrauð áfram þrátt fyr­ir þreytu og hót­an­ir

Það eru fimm dag­ar síðan hóp­ur­inn lagði af stað frá borg­inni San Pedro Sula í Hond­úras og er langt kom­inn í gegn­um Gvatemala. Þrátt fyr­ir vax­andi þreytu eru lang­flest­ir ákveðnir í því að kom­ast til Banda­ríkj­anna þar sem þeir ætla að sækja um hæli.

AFP

Fáir virðast meðvitaðir um að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi kraf­ist þess að stjórn­völd í lönd­un­um sem gengið er í gegn­um stöðvi fólkið. Eða að stjórn­völd í Mexí­kó hafi varað við því að hver sá sem komi ólög­lega inn í landi verði hneppt­ur í varðhald og svo vísað úr landi. Trump hef­ur hótað því að stjórn­völd í Hond­úras verði af fjár­hagsaðstoð hindri þau ekki að gang­an kom­ist á leiðar­enda, og jafn­framt að loka landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Í gær sendi rík­is­stjórn Mexí­kó her­menn að landa­mæra­borg­inni Tapachula með búnað til að tak­ast á við óeirðir. Miðað við viðbúnaðinn virðast yf­ir­völd í Mexí­kó ekki ætla að hleypa göng­unni áfram, líkt og gert var við svipaða göngu í apríl. Því hef­ur hins veg­ar verið lýst yfir að all­ir þeir sem eru með gild vega­bréf og vega­bréfs­árit­un kom­ist inn í landið og þeir sem ætli sér að sækja um hæli geti hafið það ferli upp­fylli þeir ákveðin skil­yrði.

Vill geta menntað sig og fengið vinnu

Luz Abigail er einnig í göng­unni ásamt árs­göml­um syni sín­um. „Það er svo erfitt að heyra hann segja: „mamma, ég er svang­ur“ og vita að ég á bara pen­ing til að kaupa handa hon­um einn safa,“ seg­ir hún.

AFP

Mario Dav­id er 12 ára, en hann er eitt af fylgd­ar­laus­um börn­um í göng­unni. Hann seg­ist hafa yf­ir­gefið Hond­úras af því fjöl­skyld­an hans átti eng­an pen­ing. Því litla sem þau áttu var stolið af glæpa­gengj­um. Hann von­ast til að kom­ast til Banda­ríkj­anna svo hann geti menntað sig og fengið vinnu. Hann veit þó enn ekki hvað hann lang­ar að læra, bara eitt­hvað sem gef­ur hon­um tæki­færi á góðri vinnu þar sem hann þénar vel.

„Þess­ir flutn­ing­ar munu mistak­ast“

Gang­an hófst síðastliðinn föstu­dag þegar fyrr­ver­andi þingmaður­inn Bartolo Fu­entes til­kynnti það í fjöl­miðlum að hann ætlaði að slást í för með 200 manna hópi frá San Pedro Sula á leið til Banda­ríkj­anna. Hóp­ur­inn stækkaði mjög fljótt en fólk finn­ur til ör­ygg­is í fjöld­an­um, sér­stak­lega þegar halda á í gegn­um Mexí­kó þar sem flótta­fólki er oft nauðgað og því rænt.

Yf­ir­völd í Gvatemala höfðu lýst því yfir að fólk­inu yrði ekki hleypt yfir landa­mær­in frá Hond­úras, en eft­ir að lög­regla hafði reynt að hindra för hóps­ins hélt hann ein­fald­lega áfram göng­unni. Fu­entes var þó hand­tek­inn og færður í vörslu yf­ir­valda í Gvatemala.

AFP

Í gær birti sendi­herra Banda­ríkj­anna í Gvatemala svo mynd­band á Face­book þar sem hann varaði fólk við að því að reyna að kom­ast ólög­lega inn í Banda­rík­in. „Ef þið reynið að kom­ast til Banda­ríkj­anna þá verðið þið hneppt í varðhald og ykk­ur vísað úr landi. Snúið aft­ur til heima­lands ykk­ar. Þess­ir flutn­ing­ar munu mistak­ast,“ sagði hann.

Bú­ist er við því að hóp­ur­inn kom­ist að landa­mær­um Mexí­kó í kvöld.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert