Segir skýringar Sádi-Araba trúverðugar

Trump telur skýringar Sádi-Araba mikilvægt fyrsta skref.
Trump telur skýringar Sádi-Araba mikilvægt fyrsta skref. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir skýr­ing­ar Sádi-Ar­aba á dauða sádi­ar­ab­íska blaðamanns­ins Jamal Khashoggi trú­verðugar og „mik­il­vægt fyrsta skref“. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Sádi­ar­ab­íska rík­is­sjón­varpið greindi frá því í gær­kvöldi að Khashoggi hefði lát­ist eft­ir átök á skrif­stofu ræðismanns Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi, en ekk­ert hef­ur spurst til blaðamanns­ins síðan hann fór inn á skrif­stof­una 2. októ­ber. Fram kom að átján sádi­ar­ab­ísk­ir rík­is­borg­ar­ar sættu nú varðhaldi vegna máls­ins. Því hef­ur verið haldið fram að tyrk­neska leyniþjón­ust­an hafi sterk­ar vís­bend­ing­ar um að Mohammed bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, hafi fyr­ir­skipað morðið á Khashoggi.

„Mér finnst það já,“ sagði Trump, spurður hvort hon­um þættu skýr­ing­ar Sádi-Ar­aba trú­verðugar. „Þetta ligg­ur enn ekki ljóst fyr­ir, við höf­um ekki lokið rann­sókn okk­ar, en ég tel að þetta sé mik­il­vægt fyrsta skref.“

Trump sagði jafn­framt að komi til aðgerða af hálfu Banda­ríkj­anna vegna máls­ins þá vilji hann ekki að það hafi áhrif á mik­il­væg her­gagnaviðskipti land­anna. For­set­inn hef­ur í raun sent frek­ar mis­vís­andi skila­boð varðandi hugs­an­leg­ar aðgerðir í tengsl­um við dauða blaðamanns­ins, en hann hef­ur bæði sagt að gripið verði til aðgerða, komi í ljós að hátt sett­ir emb­ætt­is­menn beri ábyrgð á dauða hans og jafn­framt að vernda þurfi góð og náin sam­skipti Banda­ríkja­manna við kon­ung­dæmið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert