Stríð á milli Bandaríkjanna og Kína líklegt

Bandaríska flugmóðurskipið USS Nimitz.
Bandaríska flugmóðurskipið USS Nimitz. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu varaði við því í gær að miklar líkur væru á að til vopnaðra átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína á Kyrrahafi innan fárra ára.

„Ég tel að innan 15 ára, það er ekki óhjákvæmilegt, en það eru mjög miklar líkur á því að við munum lenda í stríði við Kína,“ sagði Ben Hodges hershöfðingi, á fundi með sérfræðingum á sviði varnarmála á ráðstefnunni Warsaw Security Forum í Varsjá, höfuðborg Póllands.

Hodges lét af störfum í Bandaríkjaher á síðasta ári og starfar nú sem sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála hjá bandarísku hugveitunni Centre for European Policy Analysis (CEPA) sem hefur höfuðstöðvar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. 

Varnir Evrópu skipta Bandaríkin máli

„Bandaríkin hafa ekki bolmagn til þess að gera allt sem þau þurfa að gera í Evrópu og á Kyrrahafi til þess að bregðast við kínversku ógninni,“ sagði Hodges en ítrekaði að Bandaríkjamenn myndi ekki hvika frá skuldbindingum sínum gagnvart NATO.

„Það er Bandaríkjamönnum í hag, og forystumenn Bandaríkjanna vita það, að hafa mjög öfluga evrópska stoð. Jafnvel þó Evrópuríkin verðu ekki einni evru í eigin varnir, stöðugleiki og öryggi í Evrópu er Bandaríkjunum í hag,“ hefur fréttaveitan AFP eftir honum.

Hodges sagði að bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og James Mattis vera meðvitaða um mikilvægi Evrópu. Bandaríkin myndu áfram leggja áherslu á varnir Evrópu og taka þátt í heræfingum í álfunni og á sama tíma búa sig undir líkleg átök við Kína á Kyrrahafi.

Bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges.
Bandaríski hershöfðinginn Ben Hodges. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert