Hrekkjavaka á hafi úti

Grímuklædda brimbrettamenn rekur á land við ströndina í Newport í Kaliforníu á hrekkjavöku hvert ár. Um þessar mundir mun veðrið þar öllu skárra en sá norðangaddur sem Íslendingar hafa fundið fyrir síðustu daga.

Brimbrettafólkið var flest hresst þegar AFP tók það tali. Í búningavali kenndi ýmissa grasa, allt frá Köngulóarmanninum að fyllibyttubúningum. Köngulóarmaðurinn viðurkenndi þó að það væri hægara sagt en gert að sörfa með grímu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert