Borgarstjórinn í Pittsburgh í Bandaríkjunum kallaði eftir því í dag að byssur yrðu teknar frá mögulegum hatursglæpamönnum. Ummæli hans koma í kjölfarið á því að ellefu létust í árás í bænahúsi gyðinga í borginni í gær.
„Ég held að við þurfum að skoða það hvernig við tökum byssur úr höndunum á þeim sem gætu sýnt hatur sitt með þessum hætti,“ sagði Bill Peduto borgarstjóri á blaðamannafundi.
Robert Bowers hefur ákærður fyrir ellefu morð og 18 önnur brot, meðal annars hatursglæpi vegna árásarinnar í gær. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu.
Hóf Bowers skothríð og hrópaði ókvæðisorð um gyðinga meðan á árásinni stóð. Hafa miðlar á svæðinu greint frá því að vitni hafi heyrt hann öskra að allir gyðingar skyldu deyja þegar hann gekk inn í bænahúsið.