Trump segist móðgaður út í Macron

Forsetahjónin Donald og Melania Trump stíga út úr flugvél sinni …
Forsetahjónin Donald og Melania Trump stíga út úr flugvél sinni í París í kvöld. AFP

Til­lög­ur Emm­anu­els Macron Frakk­lands­for­seta um sam­eig­in­leg­an Evr­ópu­her eru „mjög móðgandi“ að mati Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem er ný­lent­ur í Par­ís þar sem hann mun taka þátt í friðarráðstefnu og minn­ing­ar­at­höfn í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá lok­um fyrri heims­styrj­ald­ar.

„Við verðum að verja okk­ur sjálf með til­liti til Kína, Rúss­lands og jafn­vel Banda­ríkj­anna,“ sagði Macron fyrr í vik­unni – og það fer ekki vel í Trump.

Nán­ast um leið og flug­vél hans lenti í Par­ís í kvöld tísti Banda­ríkja­for­seti um þessi orð franska for­set­ans og sagði það móðgandi að Macron léti það út úr sér að mögu­lega teldi hann Evr­ópu þurfa að verja sig fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um.

„Mjög móðgandi, en kannski Evr­ópa ætti fyrst að borga sann­gjarn­an hluta af Atlants­hafs­banda­lag­inu, með Banda­rík­in niður­greiða stór­kost­lega,“ skrifaði Banda­ríkja­for­seti, aug­ljós­lega ósátt­ur með orð Macrons, sem féllu er Trump sjálf­ur hafði í nógu að snú­ast heima fyr­ir vegna kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um á þriðju­dag.

Emmanuel Macron forseti Frakklands á fundi í París í dag.
Emm­anu­el Macron for­seti Frakk­lands á fundi í Par­ís í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka