Segir af sér vegna vopnahlés

Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hefur sagt af sér embætti þar …
Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hefur sagt af sér embætti þar sem hann er mótfallinn vopnahléi á Gaza sem forsætisráherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, samþykkti. AFP

Avigdor Lie­berm­an, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, hef­ur sagt af sér embætti í kjöl­far ákvörðunar Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, að samþykkja vopna­hlé á Gaza. Egypt­ar höfðu frum­kvæði að samn­ing­um um vopna­hléið sem for­ystu­menn Ham­as, og annarra fylk­inga Palestínu­manna á Gaza, og Ísra­el­ar samþykktu seint í gær­kvöldi. 

Ákvörðun Net­anya­hu að samþykkja vopna­hléið hef­ur valdið upp­námi í rík­is­stjórn lands­ins og seg­ir Lie­berm­an að ísra­elsk stjórn­völd hafi hér með gef­ist upp í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um. 

„Með þessu er ísra­elska ríkið að kaupa sér stund­arfrið en til lengri tíma litið mun þjóðarör­yggi okk­ar bíða hnekki,“ sagði Lie­berm­an meðal ann­ars þegar hann til­kynnti um af­sögn sína. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert