Finnar gera grín að Trump

AFP

Margir Finnar urðu undrandi þegar þeir heyrðu forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, dást að þjóðinni fyrir það hvernig hún hirðir um skóga sína með því að raka. Forseti Finnlands kannast ekki við að hafa rætt þetta við Trump líkt og sá síðarnefndi segir.

Trump sagði að starfsbróðir hans í Finnlandi hafi lýst því fyrir sér hvernig Finnar eyddu löngum stundum við rakstur og og hreinsun skóga. Forseti Finnlands, Sauli Niinisto, segir aftur á móti við finnskt dagblað að hann reki ekki minni til þess að hafa rætt rakstur þegar þeir tveir hittust. 

Donald Trump skoðar skemmdirnar eftir Woolsey-eldinn í Malibu.
Donald Trump skoðar skemmdirnar eftir Woolsey-eldinn í Malibu. AFP

Ummælin lét Trump falla vegna skógareldanna í Kaliforníu sem hafa þegar kostað tæplega 80 mannslíf. Trump sakar slæleg vinnubrögð skógræktarmanna um að bera ábyrgð á eldunum.

Benti Trump fólki á að líta til annarra landa sem hafa tekið allt öðruvísi á málunum. „Ég var með forseta Finnlands og hann sagði: Við höfumst öðruvísi að [...], við erum skógarþjóð. Og þeir eyða miklum tíma í að raka og hreinsa og gera hluti og það eru engin vandamál hjá þeim,“ sagði Trump þegar hann heimsótti Kaliforníu um helgina.

En Sauli Niinisto segir í viðtali við Ilta-Sanomat að þeir hafi aldrei rætt um rakstur á fundi þeirra. „Ég minntist á það við hann að Finnland væri skógi vaxið og eins að við værum með gott eftirlitskerfi,“ segir hann.

Finnar hafa gert grín að ummælum Trump á samfélagsmiðlum eftir að hann lét ummælin falla og birt myndir af sér við rakstur í skógum landsins. Grínast þeir með að rakstur geri Ameríku frábæra að nýju, að því er segir í frétt BBC.

 

 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert