Náttúrulífssjónvarpsmaðurinn kunni Sir David Attenborough hefði líka bjargað keisaramörgæsunum, þetta fullyrða framleiðendur náttúrulífsþáttanna Dynasties um þátt sem vakið hefur mikið umtal hjá breskum sjónvarpsáhorfendum.
Í þættinum, sem sýndur var á BBC, sést upptökuteymið koma fjölda mörgæsa sem voru í sjálfheldu til hjálpar. Almenna reglan varðandi myndun náttúrlífsþátta er hins vegar sú að grípa ekki inn í, heldur leyfa náttúrunni að hafa sinn gang.
In an unprecedented move, the crew decided to act. They dug a shallow ramp in the hope that at least some of the penguins would use it to save themselves 💚#Dynasties pic.twitter.com/yRuoEGPDCk
— BBC Earth (@BBCEarth) November 18, 2018
Mike Gunton, framleiðandi þáttanna, segir aðstæður þarna hins vegar hafa verið óvenjulegar. „Ég var að ræða málið við David í gær og hann sagði að hann hefði gert það sama,“ hefur BBC eftir Gunton.
Sjálfur var hann ekki viðstaddur tökurnar þegar myndatökuteymið ákvað að höggva tröppur inn í snævi þakið gil þar sem mörgæsirnar og ungar þeirra voru fastar. Hann kveðst þó engu að síður sjálfur líka hafa gripið inn í. „Það eru óvenjulegar aðstæður þegar maður gerir svona,“ sagði hann. „Og það eru fjölmargar aðstæður þar sem maður hvorki getur, ætti, né myndi gera það.“ Margt hafi hins vegar leitt til þess að þessi ákvörðun var tekin.
„Engin dýr hefðu liðið fyrir að gripið var inn í. Það var ekki hættulegt. Það þurfti ekki að snerta dýrin og með því að gera þetta þá var hægt að koma í veg fyrir að þær héldu áfram að renna niður gilið,“ sagði Gunton.
Í þættinum sjást vindhviður feykja fjölda kvenkyns mörgæsa niður í gil sem þær komust ekki upp úr aftur af því að brattar hlíðarnar voru þaktar snjó og ís.
Penguins don’t get it easy, do they? #Dynasties
— Gary Lineker (@GaryLineker) November 18, 2018
Fjöldi samfélagsmiðlanotenda hefur lofað myndatökuteymið fyrir að bjarga mörgæsunum, meðal annars fótboltakappinn fyrrverandi Gary Lineker. Þá sagði þingmaðurinn Pete Wishart atviksins vera minnst sem „sérstakrar stundar í náttúrulífsmyndatökum.“
Dynasties amazing. The crew saving the penguins will go down as a special moment in wildlife filming.
— Pete Wishart (@PeteWishart) November 18, 2018