Fjórir ættingjar níu ára drengs voru handteknir í dag í austurhluta Frakklands í kjölfar þess að drengurinn fannst látinn en haft er eftir saksóknurum í frétt AFP að grunur leiki á að hann hafi verið barinn til bana fyrir að neita að læra heima.
Móðir drengsins, tvítug systir hans, 19 ára gamall bróðir hans og kærasta bróðurins voru handtekin í borginni Mulhouse en drengurinn lést á heimili sínu 17. september. Saksóknarar segja tildrög málsins ekki enn að öllu leyti ljós.
Krufning á líki drengsins bendir til þess að barsmíðar séu sennilega ástæða þess að hann lést. Fólkið hafði samband við neyðarlínuna í kjölfar þess að drengurinn lést en sjúkraflutningamönnum tókst ekki að endurlífga hann.