Ofneysla á kostnað endurvinnslu

Félagar í Les Amis de la Terre og ANV Cop2 …
Félagar í Les Amis de la Terre og ANV Cop2 hentu raftækjum í hrúgu fyrir utan höfuðstöðvar Amazon í París í morgun. AFP

Hóp­ur um­hverf­issinna tók sig sam­an um að henda göml­um raf­tækj­um, áhöld­um og öðru rusli í hrúgu fyr­ir utan höfuðstöðvar Amazon-net­versl­un­ar­inn­ar í Par­ís í morg­un. Er þetta gert í til­efni af svört­um föstu­degi en aðgerðasinn­arn­ir segja Amazon hvetja neyt­end­ur til of­neyslu á sama tíma og lítið sem eng­in áhersla er lögð á end­ur­vinnslu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Fólkið kom með gaml­ar þvotta­vél­ar, tölv­ur, skjái, raf­magns­leiðslur og fleira á ruslahaug­inn fyr­ir utan Amazon íClic­hy. Frakk­ar líkt og flest­ar Evr­ópuþjóðir halda svart­an föstu­dag hátíðleg­an, út­sölu­dag­inn eft­ir þakk­ar­gjörðar­hátíðina. 

AFP

Alma Dufour, sem er fé­lagi í sam­tök­un­um Jarðar­vin­ir, seg­ir að þau saki Amazon um að brjóta lög með því að koma ekki upp kerfi þar sem tekið er á móti raf­tækj­um og þau end­urunn­in á sóma­sam­leg­an hátt. Þetta er vannýtt upp­spretta, seg­ir hún. 

Dufour seg­ir viðskipta­hug­mynd­ina á bak við Amazon vera þá að hvetja til of­neyslu. Boðið sé upp á ofur-lágt verð og styttri og styttri af­hend­ing­ar­tíma sem ekki er í sam­ræmi við mark­mið í loft­lags­mál­um. 

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert