Skaut rangan mann til bana

Í upphaflegri tilkynningu frá lögreglu sagði að Emantic Fitzgerald Bradford, …
Í upphaflegri tilkynningu frá lögreglu sagði að Emantic Fitzgerald Bradford, 21 árs, hafi tekið upp byssu og hafið skothríð eftir að slagsmál brutust út í verslunarmiðstöðinni. Ljósmynd/Twitter

Bandarískur lögreglumaður virðist hafa farið mannavillt og skotið rangan mann í tengslum við skotárás í verslunarmiðstöð í borginni Hoover í Alabama í gær þar sem 18 ára karlmaður og 12 ára stúlka særðust.

Í upphaflegri tilkynningu frá lögreglu sagði að Emantic Fitzgerald Bradford, 21 árs, hafi tekið upp byssu og hafið skothríð eftir að slagsmál brutust út í verslunarmiðstöðinni. Mikill erill var í verslununum vegna tilboða í tilefni af Svörtum föstudegi (e. Balck Friday). 

Einkennislæddur lögreglumaður skaut Bradford til bana þar sem hann sá hann hlaupa af vettvangi veifandi byssu.

„Ný sönnunargögn benda til þess að Bradford átti einhvern þátt í slagsmálunum en skotin sem særðu hinn 18 ára komu líklega ekki úr byssu Bradford,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hoover. Byssumaðurinn gengur því líklega enn laus.

Bandarískir fjölmiðlar hafa birt myndir af Bradford, sem er svartur. Á síðustu árum hefur tilvikunum fjölgað það sem lögreglan skýtur svart fólk til bana og var hreyfingin Black Lives Matter stofnið í tengslum við baráttuna gegn beitingu lögregluofbeldis almennri mismununum sem svart fólk sætir í Bandaríkjunum.

Lögreglumaðurinn sem skaut Bradford hefur verið sendur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert