Ríkisstjórnarsamstarf í uppsiglingu?

Stefan Löfven verður jafnvel áfram forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven verður jafnvel áfram forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Formaður sænska Miðflokks­ins, Annie Lööf, sagði í gær að flokk­ur­inn væri reiðubú­inn að styðja Stef­an Löf­ven í embætti for­sæt­is­ráðherra gegn því að jafnaðar­menn gefi eft­ir í nokkr­um mál­um.

Lööf skilaði í síðustu viku umboðinu til að mynda rík­is­stjórn en hef­ur nú ákveðið að styðja Löf­ven í að gegna áfram embætti for­sæt­is­ráðherra. Stjórn­ar­kreppa hef­ur ríkt í Svíþjóð frá því þing­kosn­ing­ar fóru fram í sept­em­ber.

Frétt sænska rík­is­sjón­varps­ins

Löf­ven stýr­ir starfs­stjórn, tíma­bundið úrræði, sem ekki hef­ur heim­ild til þess að taka mik­il­væg­ar ákv­arðanir.

Greidd verða at­kvæði um að setja Löf­ven í embætti for­sæt­is­ráðherra miðviku­dag­inn 5. des­em­ber. Hann hef­ur því viku til að mynda starfs­hæfa rík­is­stjórn, ræða við for­menn flokka og afla stuðnings.

Talið er full­víst að hann njóti stuðnings eig­in flokks, Jafnaðarmanna­flokks­ins, auk sam­starfs­flokk­anna, Græn­ingja og Vinstri­flokks­ins, en það næg­ir ekki til þess að hafa meiri­hluta á þingi nema ef einn flokk­ur bæt­ist við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert