„Þurfum að gera miklu meira“

Pólski ráðherrann Michal Kurtyka (til vinstri) ásamt Patricia Espinosa á …
Pólski ráðherrann Michal Kurtyka (til vinstri) ásamt Patricia Espinosa á blaðamannafundi í Póllandi. AFP

„Áhrif­in af völd­um lofts­lags­breyt­inga hafa aldrei verið meiri,“ sagði Pat­ricia Espin­osa, fram­kvæmda­stjóri Lofts­lags­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna eft­ir fyrstu samn­ingalot­una á stórri lofts­lags­ráðstefnu í Póllandi.

„Raun­veru­leik­inn er að láta okk­ur vita að við þurf­um að gera miklu meira,“ bætti hún við.

Stjórn­end­ur síðustu lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem þjóðir heims­ins eru hvatt­ar til að „grípa til aðgerða…til að tak­ast á við þessa miklu ógn“.

„Það verður sí­fellt erfiðara að hunsa áhrif lofts­lags­breyt­inga,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. „Við þurf­um að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á hag­kerf­um okk­ar og sam­fé­lög­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert