Mótmæli sem kennd eru við gul vesti fara ekki einungis fram í Frakklandi heldur líka Belgíu. Lögreglan í höfuðborginni Brussel þurfti að beita táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í dag. Um 400 manns voru handteknir.
„Lögreglumaður slasaðist á andliti. Hann var færður á spítala en er ekki í lífshættu,“ sagði fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Brussel við AFP í dag. Hún sagði að mótmælendur hefðu kastað ýmsum lausamunum í átt að lögreglu.
Um eitt þúsund manns tóku þátt í mótmælunum sem urðu til þess að loka þurfti stóru svæði í Brussel þar sem Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið eru til húsa.
Mótmæli „gulu vestanna“ hófust fyrir þremur vikum í París er fólk flykktist út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum. Upphaf þeirra má rekja til hækkun skatta á eldsneyti en mótmælin hafa breyst í almenn mótmæli gegn forseta Frakklands, Emmanuel Macron. Ríkisstjórnin segir mótmælunum hafa verið rænt af almenningi og nú séu það öfgamenn sem þeim stjórni.