Öfgavæddist í fangelsi

Árásarmannsins í Strassborg, Cherif Chekatt, er enn leitað en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir glæpi. Hann öfgavæddist innan veggja fangelsisins. Þrír eru látnir og 13 særðir eftir árásina á jólamarkaðnum. Þar af eru fimm alvarlega særðir. Af þeim er einn heiladauður, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra.

Chekatt er 29 ára gamall og er hans leitað bæði í Frakklandi og Þýskalandi auk Sviss en hann hefur setið í fangelsum bæði í Þýskalandi og Frakklandi. Fréttir herma að hringt hafi verið í hann frá Þýskalandi skömmu áður en hann hóf skothríð á jólamarkaðnum á þriðjudagskvöldið en hann ekki svarað símtalinu. 

Langar bílalestir hafa myndast við hraðbrautir í nágrenni Strassborgar þar sem fjölmennt lið lögreglu leitar í bílum. Viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar hefur verið færður á efsta stig í Frakklandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert