Kynlíf án samþykkis verði skilgreint sem nauðgun

Konur flykktust út á götur í Pamplona nýverið og kröfðust …
Konur flykktust út á götur í Pamplona nýverið og kröfðust þess að ofbeldi gegn konum yrði tekið fastari tökum. AFP

Herða á spænsk lög á þann veg að all­ar kyn­lífs­at­hafn­ir án samþykk­is verði skil­greind­ar sem „árás“ eða „nauðgun“, en sem ekki „kyn­ferðis­leg áreitni“. Þetta er niðurstaða lög­fræðinefnd­ar sem spænska stjórn­in skipaði í kjöl­far mik­illa mót­mæla sem kom til í land­inu eft­ir að dóm­stóll sýknaði fimm menn af ákæru um að hafa nauðgað ung­lings­stúlku.

Komust dóm­ar­arn­ir að þeirri niður­stöðu að menn­irn­ir hefðu ekki ráðist á stúlk­una. BBC seg­ir nefnd­ina mæla með að há­marks­refs­ing fyr­ir nauðgun verði áfram 15 ára fang­elsis­vist. 1. des­em­ber sl. staðfestu dóm­ar­ar í Navar­re-héraði fyrri úr­sk­urð dóm­stóls um sýkn­un yfir fimm­menn­ing­un­um, sem kallaðir hafa verið La man­ada eða úlfa­hjörðin í spænsk­um fjöl­miðlum. Málið fer næst fyr­ir hæsta­rétt.

Sam­kvæmt dóms­úrsk­urðinum varð kon­an, sem var 18 ára þegar fimm­menn­ing­arn­ir nauðguðu henni, ekki fyr­ir árás þar sem þeir beittu hvorki of­beldi né ógnuðu henni. Þeir voru aft­ur á móti dæmd­ir sek­ir um kyn­ferðis­brot. At­b­urður­inn átti sér stað á nauta­hátíðinni í Pamplona 2016.

Sam­kvæmt spænsk­um lög­um í dag verður vera hægt að sanna að of­beldi eða kúg­un hafi verið beitt svo mál sé skil­greint sem „nauðgun“.

Sam­kvæmt heim­ild­um spænsku Europa-frétta­veit­unn­ar legg­ur nefnd­in til að „há­marks­refs­ing­ar“ verði kraf­ist í þeim til­fell­um þar sem of­beldi eða kúg­un er beitt gegn fórn­ar­lambi sem sé í niður­lægj­andi aðstæðum, eða þegar fleiri en tveir ráðast gegn fórn­ar­lamb­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert