Bandaríkjamenn undirbúa að draga allt herlið sitt frá Sýrlandi. Háttsettur yfirmaður varnarmála sagði CNN að draga ætti allt herlið frá Sýrlandi með hraði.
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter að búið væri að sigra Ríki Íslams í Sýrlandi og að það hafi verið eina ástæðan fyrir veru herliðsins þar.
We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018
Um tvö þúsund hermenn hafa aðstoða við aðgerðir í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Ríki Íslams hafði náð völdum. Áður hafði því verið haldið fram að yfirmenn varnarmála vildu halda herliði í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin gætu byggt sig upp á ný.