Bandarískir hermenn yfirgefa Sýrland

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríkjamenn undirbúa að draga allt herlið sitt frá Sýrlandi. Háttsettur yfirmaður varnarmála sagði CNN að draga ætti allt herlið frá Sýrlandi með hraði.

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter að búið væri að sigra Ríki Íslams í Sýrlandi og að það hafi verið eina ástæðan fyrir veru herliðsins þar.

Um tvö þúsund hermenn hafa aðstoða við aðgerðir í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Ríki Íslams hafði náð völdum. Áður hafði því verið haldið fram að yfirmenn varnarmála vildu halda herliði í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin gætu byggt sig upp á ný.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert