Versta ár frá fjármálakreppunni

Mikiil spenna var í kauphöllinni í New York á meðan …
Mikiil spenna var í kauphöllinni í New York á meðan blaðamannafundur seðlabankastjóra stóð yfir. Í kjölfar tilkynningar bankans féll gengi hlutabréfa. AFP

Seðlabanki Banda­ríkj­anna hækkaði í gær stýri­vexti úr 2,25% í 2,5% þrátt fyr­ir að bank­inn hafi sagt að banda­ríska hag­kerfið sé að hægja á sér, en til­kynn­ing þess efn­is var kynnt a blaðamanna­fundi síðdeg­is að staðar­tíma. Í kjöl­farið féllu hluta­bréf nokkuð ört í Banda­ríkj­un­um og um heim all­an.

Árið 2018 stefn­ir í að verða það versta á banda­rísk­um hluta­bréfa­markaði í ára­tug, eða frá fjár­málakrepp­unni 2008. Um 7 þúsund millj­arðar Banda­ríkja­doll­ara hafa tap­ast á mörkuðum á heimsvísu, að því er seg­ir í um­fjöll­un Reu­ters.

Hluta­bréf féllu víða í Asíu í nótt, einkum mest á Nikk­ei-kaup­höll­inni í Jap­an eða um 2,8%. Í dag hafa einnig verið lækk­an­ir í kaup­höll­um Evr­ópu frá opn­un markaða. Hef­ur DAX lækkað um 1%, CAC um 1,4% og FTSE um 0,5%.

Fin­ancial Times seg­ir viðbrögð markaða í Banda­ríkj­un­um við stýri­vaxta­hækk­un Seðlabanka Banda­ríkj­anna þau verstu síðan 1994.

Skipaður af Trump

Á blaðamanna­fundi bank­ans sagði Jerome H. Powell seðlabanka­stjóri að banda­ríska hag­kerfið sé enn heil­brigt og traust, en að út­lit væri fyr­ir því að myndi hægja á hag­vexti. Á þess­um grunni væri ekki ástæða til þess að boða stefnu­breyt­ingu frá nú­ver­andi stefnu bank­ans um að draga úr stuðningi við hag­kerfið með lág­um vöxt­um að mati seðlabanka­stjór­ans.

Washingt­on Post tek­ur fram í um­fjöll­un sinni að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, skipaði Powell í embætti fyr­ir ári og bað bank­ann um að láta af vaxta­hækk­un­um. Hef­ur Trump sagt bank­ann „klikkaðan“ og „vit­laus­an“ vegna stefnu sinn­ar um að hækka vexti þrátt fyr­ir að ekki sé til staðar mæl­an­leg verðbólga.

Þá hef­ur Trump sagt Powell bera ábyrgð á fallandi gengi hluta­bréfa und­an­far­in miss­eri, en það stefn­ir í versta ár á banda­rísk­um hluta­bréfa­markaði í ára­tug.

Jerome Powell á blaðamannafundinum í gær.
Jerome Powell á blaðamanna­fund­in­um í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert