Hæstiréttur hafnaði tilskipun Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hafnaði í kvöld banni sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vill setja til að koma í veg fyr­ir að flótta­fólk sem kem­ur ólög­lega til lands­ins frá Mið-Am­er­íku geti sótt um hæli.

Greint er frá því í frétt AFP-frétta­veit­unn­ar að úr­sk­urður Hæsta­rétt­ar sé ekki skýrður nán­ar. Fjór­ir af níu dómur­um voru sam­mála Trump sem und­ir­ritaði til­skip­un í nóv­em­ber þar sem hæl­is­leit­end­um sem koma ólög­lega til lands­ins var bannað að óska eft­ir hæli. Sagði Banda­ríkja­for­seti þá að til­skip­un­in varðaði þjóðarör­yggi.

Dóm­ar­arn­ir fjór­ir sem studdu Trump voru Clarence Thom­as, Samu­el Alito og þeir tveir sem Trump hef­ur út­nefnt sem dóm­ara; Neil Gorsuch og Brett Kavan­augh.

Trump skrifaði und­ir til­skip­un­ina 9. nóv­em­ber í þeim til­gangi að stöðva flæði hæl­is­leit­enda, aðallega frá Gvatemala, Honduras og El Sal­vador, frá því að koma til Banda­ríkj­anna án leyf­is.

Fjöl­marg­ir þeirra sóttu um hæli vegna of­beld­is og fá­tækt­ar í heimalandi sínu. Al­rík­is­dóm­ar­ar höfðu áður lagt bann við til­skip­un­inni sem hafði verið harðlega gagn­rýnd af bar­áttu­hóp­um fyr­ir mann­rétt­ind­um.

Fram kem­ur í frétt AFP að niðurstaða Hæsta­rétt­ar kunni að breyta litlu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Rík­is­stjórn Trump til­kynnti í gær að öll­um ólög­leg­um inn­flytj­end­um sé gert að bíða í Mexí­kó á meðan um­sókn þeirra er tek­in til fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert