Verkinu í Sýrlandi ólokið

Florence Parly, utanríkisráðherra Frakklands.
Florence Parly, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Alþjóðlegt hernaðarbanda­lag sem hef­ur staðið sam­an í bar­átt­unni gegn Ríki íslams í Sýr­landi „þarf að ljúka verk­inu“ þrátt fyr­ir ákvörðun Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um að draga allt herlið Banda­ríkj­anna frá Sýr­landi. Þetta sagði varn­ar­málaráðherra Frakk­lands.

„Ákvörðun Banda­ríkja­for­seta breyt­ir hlut­un­um mikið,“ sagði Florence Par­ly við út­varps­stöðina RTL. „Trump for­seti seg­ir að Daesh (Ríki íslams) sé búið að vera en við telj­um að þrátt fyr­ir að svæðið sem sam­tök­in ráða yfir í dag sé ekki eins um­fangs­mikið og árið 2014 […] ef það er orðið að nán­ast engu þá eru enn þá svæði þar sem hryðju­verka­menn hafa komið sér fyr­ir,“ sagði hún.

„Við telj­um að verk­inu þurfi að ljúka,“ sagði hún og kvaðst ótt­ast að ef það mis­tæk­ist gæti Ríki íslams vaxið ásmeg­in.

Frakk­ar eiga flug­vél­ar á svæðinu, auk stór­skota­liðs meðfram landa­mær­um Íraks og Sýr­lands.

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert