Verkinu í Sýrlandi ólokið

Florence Parly, utanríkisráðherra Frakklands.
Florence Parly, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Alþjóðlegt hernaðarbandalag sem hefur staðið saman í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi „þarf að ljúka verkinu“ þrátt fyrir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Þetta sagði varnarmálaráðherra Frakklands.

„Ákvörðun Bandaríkjaforseta breytir hlutunum mikið,“ sagði Florence Parly við útvarpsstöðina RTL. „Trump forseti segir að Daesh (Ríki íslams) sé búið að vera en við teljum að þrátt fyrir að svæðið sem samtökin ráða yfir í dag sé ekki eins umfangsmikið og árið 2014 […] ef það er orðið að nánast engu þá eru enn þá svæði þar sem hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir,“ sagði hún.

„Við teljum að verkinu þurfi að ljúka,“ sagði hún og kvaðst óttast að ef það mistækist gæti Ríki íslams vaxið ásmegin.

Frakkar eiga flugvélar á svæðinu, auk stórskotaliðs meðfram landamærum Íraks og Sýrlands.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert