Í öngum sínum vegna handtökunnar

Dróni á flugi.
Dróni á flugi. AFP

Parið sem var handtekið vegna rannsóknar í tengslum við drónaflugið við Gatwick-flugvöll í London er í öngum sínum vegna handtökunnar. Þeim líður eins og brotið hafi verið illilega á réttindum þeirra.

Paul Gait og Elaine Kirk, sem var sleppt úr haldi í fyrradag, sögðu við Sky News að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs þeirra þegar nöfn þeirra voru birt í fjölmiðlum og lögreglan leitaði á heimilum þeirra.

„Við erum í öngum okkar, rétt eins og fjölskylda okkar og vinir, og við höfum þegið læknisaðstoð.“

„Það hvernig litið var á okkur í upphafi var ógeðfellt,“ sögðu þau, að því er BBC greindi frá. 

Parið, sem kemur frá Crawley í Vestur-Sussex, bættu við: „Þau sem þekktu okkur efuðust ekki um okkur í eina sekúndu.“

Gait, sem er 47 ára, og Kirk, sem er 54, ára, ræddu við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt. Þau eru ákaflega ánægð með stuðninginn sem þau hafa fengið víðs vegar að úr heiminum, eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert