„Ég er aleinn (aumingja ég) í Hvíta húsinu að bíða eftir demókrötum,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í færslu á Twitter í gær. Kvaðst hann vera að bíða eftir demókrötum til þess að gera nauðsynlegan samning um landamæraöryggi.
Segir hann að koma muni að því að viljaleysi demókrata til þess að semja muni kosta Bandaríkin meira en landamæraveggur myndi kosta.
I am all alone (poor me) in the White House waiting for the Democrats to come back and make a deal on desperately needed Border Security. At some point the Democrats not wanting to make a deal will cost our Country more money than the Border Wall we are all talking about. Crazy!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 24 December 2018
Trump fór hamförum á Twitter á aðfangadag og var landamæraveggurinn meðal umfangsefna í færslunum. Skrifaði forsetinn meðal annars að hann hafi rétt í þessu skrifað undir samning um stóran hluta veggsins í Texas.
I am in the Oval Office & just gave out a 115 mile long contract for another large section of the Wall in Texas. We are already building and renovating many miles of Wall, some complete. Democrats must end Shutdown and finish funding. Billions of Dollars, & lives, will be saved!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 24 December 2018
„Næstum allir Demókratar sem við eigum við í dag studdu landamæravegg eða girðingu. Það var ekki fyrr en ég gerði það að stóru kosningaloforði, vegna þess að fólk og fíkniefni streymdu óhindrað inn í landið, að fólk snerist gegn því.“
Virtually every Democrat we are dealing with today strongly supported a Border Wall or Fence. It was only when I made it an important part of my campaign, because people and drugs were pouring into our Country unchecked, that they turned against it. Desperately needed!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 24 December 2018
The Wall is different than the 25 Billion Dollars in Border Security. The complete Wall will be built with the Shutdown money plus funds already in hand. The reporting has been inaccurate on the point. The problem is, without the Wall, much of the rest of Dollars are wasted!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 24 December 2018