Gerðu röð mistaka í Parkland

Sautján létust í árásinni sem átti sér stað 14. febrúar.
Sautján létust í árásinni sem átti sér stað 14. febrúar. AFP

Áður óbirt mynd­skeið frá því þegar fjölda­morð var framið í fram­halds­skóla í Park­land í Flórída fyrr á þessu ári sýn­ir að yf­ir­völd voru al­veg óviðbúin slíkri árás. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un frétta­manna South Florida Sun Sent­inel, sem stóð yfir í 10 mánuði.

Mynd­efnið, sem kem­ur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um skól­ans, Mar­jory Stonem­an Douglas High School, var birt í gær. Það sýn­ir „58 mín­út­ur af glundroða“ seg­ir í um­fjöll­un Sun Sent­inel.

Sautján lét­ust í árás­inni 14. fe­brú­ar, þar á meðal 14 nem­end­ur. 

„Bys­sumaður vopnaður AR-15 [hálf­sjálf­virk­um riffli] skaut byssu­kúl­um, en röð mistaka, lé­legr­ar stefnu­mót­un­ar, vafa­samr­ar þjálf­un­ar og skort­ur á for­ystu leiddu til þess að hon­um tókst ætl­un­ar­verk sitt,“ seg­ir í um­fjöll­un Sun Sent­inel, sem notaði mynd­efnið og op­in­ber­ar skýrsl­ur til að end­ur­skapa það sem gerðist.

Sun Sentinel hefur birt ítarlega fréttaskýringu um árásina sem átti …
Sun Sent­inel hef­ur birt ít­ar­lega frétta­skýr­ingu um árás­ina sem átti sér stað í Park­land fyrr á þessu ári. Mynd/​Af vef Sun Sent­inel

Fram kem­ur á vef BBC, að 1. janú­ar muni bráðabirgðaniðurstaða op­in­berr­ar rann­sókn­ar á árás­inni verða af­hent yf­ir­völd­um í Flórída. 

Fyrr í þess­um mánuði voru drög, sem ör­ygg­is­nefnd skól­ans gerði, gerð op­in­ber. 

Í um­fjöll­un Sun Sent­inel er farið yfir mynd­efnið, mín­útu frá mín­útu. Árás­in er ein sú mann­skæðasta í nú­tíma­sögu Banda­ríkj­anna. Víða í land­inu brut­ust út mik­il mót­mæli auk þess sem nem­end­ur gengu út úr skól­um eft­ir að hafa gert at­huga­semd­ir við ör­yggi nem­enda og starfs­fólks í skól­um lands­ins. 

Nikolas Cruz (í miðið) var handtekinn og ákærður vegna árásarinnar.
Ni­kolas Cruz (í miðið) var hand­tek­inn og ákærður vegna árás­ar­inn­ar. AFP

Ni­kolas Cruz, sem er fyrr­ver­andi nem­andi við skól­ann, var ákærður vegna árás­ar­inn­ar. 

Í um­fjöll­un Sun Sent­inel kem­ur fram, að þrátt fyr­ir að Cruz hafi kom­ist inn í skóla­bygg­ingu með riffla­tösku, þá hafi nokkr­um starfs­mönn­um mistek­ist að lýsa yfir neyðarástandi (e. code red) sem hefði leitt til þess að bygg­ing­unni hefði verið lokað. 

Þess í stað fór bruna­varn­ar­kerfið í gang sem leiddi til þess að hluti af nem­end­un­um yf­ir­gáfu skóla­stof­urn­ar og tóku sum­ir stefn­una þangað sem bys­sumaður­inn var stadd­ur.


 

Yf­ir­völd segja að Cruz hafi skotið 11 til bana á jarðhæð skól­ans og sex til viðbót­ar á þriðju hæðinni. Þau segja enn frem­ur að nem­end­urn­ir sem voru á þriðju hæðinni hafi látið lífið fyr­ir utan skóla­stof­urn­ar, á gang­in­um eða stiga­gangi húss­ins.

Einn nem­andi, Joaquin Oli­ver, lést fyr­ir utan sal­erni sem hafði verið læst, en það hafði verið gert að því er virðist til að nem­end­ur hafi getað farið inn á sal­ernið til að reykja svo­kallaðar rafrett­ur (e. electric ciga­rettes, e-ciga­rettes, á ís­lensku af dreg­in at­höfn­in vap­ing).

Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólinn í Parkland.
Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­inn í Park­land. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert