Búið að bera kennsl á hin látnu

Rannsókn á nánari tildrögum slyssins stendur yfir.
Rannsókn á nánari tildrögum slyssins stendur yfir. AFP

Búið er að bera kennsl á þá átta sem fórust í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni á miðvikudag. Fimm konur og þrír karlar létust og voru þau á aldrinum 27 til 60 ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Fjóni.

Slysið varð klukk­an 7:35 að staðar­tíma á miðvikudag á Stóra­belt­is­brúnni sem teng­ir Sjá­land og Fjón. Mikið óveður gekk yfir svæðið þegar slysið átti sér stað og varð það með þeim hætti að tóm­ur tengi­vagn flutn­inga­lest­ar sem mætti farþega­lest fauk af tein­un­um og lenti fram­an á farþega­lest­inni.

Flutningalestin var að flytja bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina og hefur fyr­ir­tækið DB Cargo, sem ann­ast vöru­flutn­inga með lest­um, tilkynnt að það ætli að hætta að flytja bjór yfir Stóra­belt­is­brúna í kjölfar slyssins, en bjór­lestin frá fyr­ir­tæk­inu átti þátt í slys­inu.

131 farþegi var í farþegalest­inni og þrír starfs­menn. Hinir látnu voru allir farþegar í lestinni en auk þeirra átta sem fórust slösuðust sextán í slysinu.

Frétt Danska ríkisútvarpsins

Farþegalestin var flutt af Stórabeltisbrúnni á lestarteina í Nyborg á …
Farþegalestin var flutt af Stórabeltisbrúnni á lestarteina í Nyborg á Fjóni þar sem rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla rannsaka tildrög slyssins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert