Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari Kaliforníu, hyggst gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og hefur þegar hafið kosningaherferð sína.
Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á sjónvarpsstöðinni ABC í morgun. Samtímis var herferðarmyndband hennar frumsýnt á Twitter, en kjörorð hennar eru „Gerum þetta saman“.
I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHA pic.twitter.com/otf2ez7t1p
— Kamala Harris (@KamalaHarris) 21 January 2019
Ríkissaksóknarinn fyrrverandi hefur þannig bæst í sístækkandi hóp demókrata sem hyggja á að gefa kost á sér í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nú síðast tilkynntu Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, og Tulsi Gabbart, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, um framboð sitt. Þá tilkynnti kollegi Harris úr öldungadeildinni, Elizabeth Warren, um framboð í byrjun árs.
Aðrir sem orðaðir eru við framboðið eru Bernie Sanders, sem þekkir forvalið líklega manna best, Beto O´Rourke, fulltrúardeildarþingmaður frá Texas, og Joe Biden, varaforseti Obama.