Klámblöð úr hillum verslana í Japan

Verslanir 7-Eleven og Lawson í Japan eru opnar allan sólarhringinn …
Verslanir 7-Eleven og Lawson í Japan eru opnar allan sólarhringinn og selja allt frá heitum drykkjum til frosinna máltíða. AFP

Tvær stærstu smá­vöru­versl­un­ar­keðjur Jap­ans ætla að fjar­lægja klám­tíma­rit úr hill­um sín­um fyr­ir heims­meist­ara­mótið í rúg­bí 2019 og Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó 2020. BBC grein­ir frá.

Ann­ars veg­ar er um að ræða versl­un­ar­keðjuna 7-Eleven, sem rek­ur yfir 20 þúsund versl­an­ir víðs veg­ar um Jap­an. Í til­kynn­ingu frá keðjunni seg­ir að þetta sé gert til þess að skapa al­menni­legt versl­un­ar­um­hverfi fyr­ir alla viðskipta­vini.

Hin versl­un­ar­keðjan sem mun taka klámblöð úr sölu fyr­ir íþróttaviðburðina tvo er aðal­keppi­naut­ur 7-Eleven í Jap­an, Law­son Inc., sem rek­ur um 14 þúsund versl­an­ir.

Versl­an­ir 7-Eleven og Law­son í Jap­an eru opn­ar all­an sól­ar­hring­inn og selja allt frá heit­um drykkj­um til fros­inna máltíða, allt frá skrif­fær­um til neyðarskyrta fyr­ir stressað viðskipta­fólk.

„Áður fyrr var 7-Eleven aðallega notað af karl­kyns viðskipta­vin­um, sem keyptu þar drykki og skyndi­bita, og vöru­úr­val okk­ar var ákveðið út frá því,“ segja for­svars­menn 7-Eleven í sam­tali við Reu­ters.„Hins veg­ar hef­ur hlut­verk og notk­un 7-Eleven breyst á und­an­förn­um árum, og eru versl­an­irn­ar nú einnig orðnar áfangastaðir fjöl­skyldna, barna og eldra fólks.“

Aðeins 1% allr­ar sölu versl­un­ar­keðjunn­ar má rekja til klámblaða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert