Tryggja samstarf sitt innan ESB

Macron og Merkel við undirritun sáttmálans í Aachen.
Macron og Merkel við undirritun sáttmálans í Aachen. AFP

Frakkland og Þýskaland hafa gert með sér sáttmála sem ætlað er að tryggja áhrif þeirra innan Evrópusambandsins. Með sáttmálanum skuldbinda löndin sig til þess að vernda frjálslynd gildi Evrópusambandsins í ljósi útgöngu Bretlands úr sambandinu og uppgöngu popúlisma í Evrópu og víðar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, leggur áherslu á frið og öryggi Evrópu og tekur undir mikilvægi uppbyggingar Evrópuhers. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að áskorunin sé að gera Evrópu að eins konar skildi gagnvart uppþoti í heiminum.

Merkel og Macron skrifuðu undir sáttmálann í þýsku borginni Aachen, sem í Frakklandi gengur undir nafninu Aix-la-Chapelle.

Sáttmálinn kveður á um að Frakkland og Þýskaland muni nú gefa út sameiginlegar yfirlýsingar um málefni Evrópusambandsins, og gerir samband þeirra innan þess þannig formlegt, en ríkin tvö hafa lengi átt í samstarfi innan sambandsins.

Umfjöllun BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert