Var ókunnugt um sögu nasista

Söngvari og framkvæmdastjóri BNK48 biðja sendiherra Ísraels afsökunar.
Söngvari og framkvæmdastjóri BNK48 biðja sendiherra Ísraels afsökunar. AFP

Ein vinsælasta popphljómsveit Taílands, BNK48, hefur beðist afsökunar á því að liðsmaður sveitarinnar klæddist stuttermabol með hakakrossi á æfingu sem sýnt var frá í sjónvarpinu.

Myndum af hinni nítján ára söngkonu Pichayapa „Namsai“ Natha hefur verið deilt margoft yfir helgina. Ísraelska sendiráðinu í Taílandi var illa brugðið vegna atviksins og hafa bæði söngkonan og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar farið á fund með sendiherra Ísraels og beðist afsökunar.

Samkvæmt umfjöllun BBC er fjölda Taílendinga ókunnugt um sögu nasista í seinni heimsstyrjöldinni og tóku nokkrir aðdáendur sveitarinnar upp á að verja átrúnaðargoðin sín með því að segjast ekki þekkja sögu nasista.

Ísraelska sendiráðið sendi frá sér yfirlýsingu vegna mynddreifingarinnar og sagði klæðaburðinn særa tilfinningar milljóna manna um heim allan.

Í yfirlýsingu frá BNK48 segist hljómsveitin munu leita allra leiða til að koma í veg fyrir að atvik þessu líkt komi fyrir aftur. Þá mun sveitin taka þátt í fræðslunámskeiði um helförina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert