Varar við Evrópuhernum

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), Jens Stolten­berg, varaði ríki Evr­ópu­sam­bands­ins við því í dag að snúa baki við varn­ar­sam­starf­inu við Banda­rík­in.

Fram kem­ur í frétt AFP að varnaðarorð Stolten­bergs kæmu í kjöl­far sam­komu­lags Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, og Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, í síðasta mánuði um að unnið verði að því að koma á lagg­irn­ar sér­stök­um Evr­ópu­her.

Þrátt fyr­ir að NATO styðji vinnu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins við að nýta bet­ur fjár­muni sem varið er til varn­ar­mála hef­ur banda­lagið varað við því að sam­bandið komi á lagg­irn­ar tvö­földu kerfi við hlið banda­lags­ins sem ætti í sam­keppni við það.

„Við þurf­um að forðast það sjón­ar­horn að Evr­ópu­ríki geti verið án NATO. Vegna þess að tvær heims­styrj­ald­ir og kalt stríð kenndi okk­ur að við þurf­um á öfl­ugu banda­lagi yfir Atlants­hafið að halda til þess að tryggja frið og stöðug­leika í Evr­ópu,“ sagði Stolten­berg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert