Borg hinna löngu hnífa

Geir Tveit, fulltrúi í forvarnadeild lögreglunnar í Ósló, sýnir norska …
Geir Tveit, fulltrúi í forvarnadeild lögreglunnar í Ósló, sýnir norska ríkisútvarpinu brot af hnífasafninu sem lögregla hefur lagt hald á nýverið og heldur þarna á tveimur hálfgerðum sveðjum í kvöldfréttatímanum í gær. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir NRK 13. febrúar 2019

Þrír menn hlutu al­var­lega áverka og ligg­ur einn þeirra enn þungt hald­inn á Ul­levål-sjúkra­hús­inu í Ósló eft­ir að minnst tveir aðrir veitt­ust að þeim á Stor­gata í miðbæn­um þar í borg aðfaranótt sunnu­dags og beittu þar eggvopn­um. Eng­inn hef­ur enn verið hand­tek­inn eft­ir árás­ina þrátt fyr­ir víðtæka leit lög­reglu.

Í Grøn­land-hverf­inu var 18 ára gam­all maður stung­inn margsinn­is á þriðju­dag í síðustu viku og forðaði árás­armaður­inn sér af vett­vangi í leigu­bíl en var hand­tek­inn skömmu síðar.

Tólf ára dreng­ur var rænd­ur í Storo-hverf­inu á laug­ar­dag og hon­um ógnað með hníf meðan á rán­inu stóð og á sunnu­dags­kvöld hótuðu pilt­ar fer­tug­um manni með eggvopni í Stovner.

77 kærðir fyr­ir hnífa­b­urð í janú­ar

Alls hafa átta mál, þar sem hníf­um eða eggvopn­um er annaðhvort beitt ell­egar beit­ingu þeirra hótað, komið til kasta Ósló­ar­lög­regl­unn­ar síðustu daga en töl­fræðin verður enn skugga­legri ef litið er á nýliðinn janú­ar­mánuð í heild. Þá voru 77 manns kærðir fyr­ir að bera hníf eða eggvopn á op­in­ber­um stöðum sem er næst­um tvö­föld­un slíkra til­fella síðan í janú­ar í fyrra en þá voru þau 42.

Til­fell­um, þar sem hníf eða ann­ars kon­ar eggvopni er beitt við hót­an­ir um lík­ams­meiðing­ar, hef­ur einnig fjölgað um­tals­vert sam­kvæmt lög­reglu sem nefn­ir 34 pró­senta fjölg­un slíkra til­fella frá 2013 og þar til í fyrra, úr 179 til­fell­um í 240, lang­flest í miðbæ Ósló­ar eða ná­grenni hans.

Lög­reglu verður tíðrætt um hve auðvelt er fyr­ir Pét­ur og Pál að nálg­ast hnífa sem bein­lín­is eru fram­leidd­ir sem vopn og ólög­legt er að flytja inn og bera í Nor­egi, en slík vopn, ýmis kast­vopn, fjaður­hníf­ar og hnúa­járn í mörg­um út­færsl­um, jafn­vel með áföstu hnífs­blaði, eru keypt í þúsunda­tali á sölusíðum á lýðnet­inu og send kaup­end­um í pósti.

Fundu 180 eggvopn sama dag­inn

Toll­gæsl­an í póst­miðstöðinni í Lørenskog, utan við Ósló, tek­ur und­ir mál­flutn­ing lög­reglu en þar finna Tore Wester­nes toll­vörður og vinnu­fé­lag­ar hans mörg þúsund ólög­leg vopn á ári og slógu öll met þegar toll­verðirn­ir gerðu upp­tæka 180 ólög­lega hnífa og eggvopn sama dag­inn í júní í fyrra­sum­ar.

Tore Westernes tollvörður og samstarfsfólk hans í tollpóstmiðstöðinni í Lørenskog …
Tore Wester­nes toll­vörður og sam­starfs­fólk hans í toll­póst­miðstöðinni í Lørenskog lögðu hald á 180 ólög­leg eggvopn einn og sama dag­inn í fyrra­sum­ar og segja ekk­ert lát á flóði slíkra vopna sem börn niður í 13 ára ald­ur panta sér á lýðnet­inu án vand­kvæða. Ljós­mynd/​Hamp­us Lund­gren/​Norska toll­gæsl­an

Upp­lýs­ir toll­gæsl­an að 40 pró­sent þeirra sem panta þenn­an varn­ing á net­inu séu pilt­ar og ung­ir menn á aldr­in­um 13 – 28 ára. Vopn­in geti hver sem vill keypt og í Lørenskog fari marg­ir gám­ar af pósti í gegn hjá toll­in­um dag hvern, þar á meðal all­ir smá­pakk­ar að tveim­ur kíló­grömm­um sem til lands­ins komi.

Und­ir lok sum­ars í fyrra var fjöldi hnífa og eggvopna sem gerður hafði verið upp­tæk­ur á ár­inu far­inn að nálg­ast þúsund og þess­um farmi skil­ar toll­ur­inn sam­visku­sam­lega á lög­reglu­stöðina í Lillestrøm þar sem mál­in stoppa yf­ir­leitt þar sem eng­inn mann­skap­ur er til að sinna þeim. „Þetta er væg­ast sagt óheppi­legt,“ sagði Mona Hertzen­berg hjá ákæru­sviði aust­urum­dæm­is lög­regl­unn­ar við lög­reglu­vef­inn Politi­for­um í haust. „Þetta er að nálg­ast þúsund mál hérna hjá okk­ur og við höf­um ekki fólk til að sinna þessu,“ sagði hún enn frem­ur en bætti því við að til stæði að fara í það verk að flokka send­ing­arn­ar eft­ir bú­setu viðtak­enda og senda mál­in áfram til viðkom­andi lög­reglu­um­dæm­is.

Á meðan streyma eggvopn­in áfram með póst­in­um til Nor­egs og hnífstungu­mál­um og -árás­um fjölg­ar dag frá degi.

Örlítið sýnishorn af því sem tollgæslan finnur í póstsendingum í …
Örlítið sýn­is­horn af því sem toll­gæsl­an finn­ur í póst­send­ing­um í miðstöðinni í Lørenskog. Stærri pakk­ar fara um miðstöðina í Alna­bru í Ósló og er vopna­flór­an þar ekki síður skraut­leg. Lög­regl­an hef­ur eng­an tíma til að fylgja slík­um mál­um eft­ir. Ljós­mynd/​Norska toll­gæsl­an

Jan Bøhler, þingmaður Verka­manna­flokks­ins og nefnd­armaður í dóms­mála­nefnd norska Stórþings­ins, sagði í sjón­varps­frétt­um norska rík­is­út­varps­ins NRK í gær­kvöldi að við þetta ástand mætti ekki búa leng­ur og hann hygðist beita sér fyr­ir breyttri dóma­fram­kvæmd í hnífstungu­mál­um, meðal ann­ars að dóm­ar í slík­um mál­um yrðu skil­orðsbundn­ir í mun færri til­fell­um en raun­in hef­ur verið í dóma­fram­kvæmd.

NRK

VG

TV2 (sam­an­tekt miðils­ins um 34 hnífa­mál frá 11. janú­ar)

Af­ten­posten

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert