Pólitísk rokkstjarna

Alexandria Ocasio-Cortez.
Alexandria Ocasio-Cortez. AFP

Yngsta þing­kona sög­unn­ar í Banda­ríkj­un­um, hin 29 ára gamla Al­ex­andria Ocasio-Cortez, hef­ur vakið mikla at­hyli fyr­ir stefnu­mál sín. Aðdá­end­ur henn­ar kalla hana AOC en hún hef­ur líka eign­ast marga valda­mikla óvini.

Ocasio-Cortez vann póli­tískt af­rek þegar hún sigraði sitj­andi demó­krata, áhrifa­mik­inn í þokka­bót, Joseph Crowley. Þegar hún vann síðan sig­ur á and­stæðingi sín­um, re­públi­kan­an­um Ant­hony Papp­as, varð hún yngsta kon­an sem hef­ur verið kos­in á þing í Banda­ríkj­un­um, 29 ára göm­ul. Hún vann með 78% at­kvæða. Aðeins ári fyrr vann hún sem barþjónn. Hún er í kjöl­farið orðin ein­hvers kon­ar póli­tísk rokk­stjarna og biður fólk hana um sjálf­ur með sér hvert sem hún fer.

Ocasio-Cortez lýs­ir sjálfri sér sem Bronx-stelpu ættaðri frá Pu­erto Rico en frá því að hún var kos­in í New York í nóv­em­ber hef­ur hún orðið fyr­ir barðinu á gagn­rýni frá íhalds­fólki og ekki síður öfga­hægri­hóp­um.

Ruglað við nema

Hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir föt­in sem hún klæðist, ekki síst þegar hún fór í mynda­töku fyr­ir blaðaviðtal í tíma­rit­inu In­terview í tísku­föt­um sem voru í láni fyr­ir tök­una.

Eddie Scarry, blaðamaður hjá íhalds­sama blaðinu Washingt­on Exam­iner, deildi mynd af henni í svört­um aðsniðnum jakka þar sem hún gekk um ganga þings­ins með kápu í hönd. Í tíst­inu sagði hann að þessi jakki og kápa virt­ust ekki til­heyra konu sem væri í pen­inga­vand­ræðum.
Marg­ir svöruðu þessu á þann hátt að það væri al­veg mögu­legt að vera ágæt­lega klædd­ur og vera á sama tíma mál­svari verka­manna í land­inu.

Ungir mótmælendur láta taka mynd af sér með Ocasio-Cortez í …
Ung­ir mót­mæl­end­ur láta taka mynd af sér með Ocasio-Cortez í kven­rétt­inda­göngu í Washingt­on. AFP

Ocasio-Cortez vakti síðan at­hygli þegar hún klædd­ist hvítu til að heiðra kven­rétt­inda­kon­ur og frum­kvöðla úr hópi kvenna í stjórn­mál­um þegar hún sór embættiseið.

Þegar hún fór fyrst á þingið á kynn­ing­ar­fundi fyr­ir verðandi þing­menn var henni ruglað sam­an við nema að störf­um eða stund­um eig­in­konu nýs þing­manns.

Mest af gagn­rýn­inni sem hún hef­ur mætt teng­ist ein­mitt því að hún falli ekki að ímynd­inni um dæmi­gerðan þing­mann, passi ekki al­veg inn.

Kynn­ar Fox and Friends gerðu grín að henni fyr­ir að segja að hún hefði ekki efni á íbúð í Washingt­on áður en hún fengi út­borgað og efuðust um að hún ætti ekki fyr­ir út­borg­un.
Hún hef­ur líka sætt gagn­rýni úr eig­in flokki eins og frá þá starf­andi þing­mann­in­um Claire McCa­sk­ill frá Mis­souri. Hún kallaði hana „skín­andi nýj­an grip“ og sagðist ekki skilja vin­sæld­ir henn­ar. Ocasio-Cortez sagðist vera mjög svekkt yfir þess­um um­mæl­um en benti á að mál­flutn­ing­ur McCa­sk­ill hefði ekki hlotið hljóm­grunn og hún væri á leið úr embætti.

600% fjölg­un fylgj­enda

Það er greini­legt að boðskap­ur henn­ar hef­ur hljóm­grunn hjá mörg­um en fylgj­end­um henn­ar á Twitter hef­ur fjölgað um 600% frá því í júní. Hún er með 3,1 millj­ón fylgj­end­ur á sam­fé­lags­miðlin­um, meira en Nancy Pe­losi, leiðtogi demó­krata í full­trúa­deild­inni, sem er með 2,3 millj­ón­ir og er rétt á eft­ir Joe Biden, með 3,3 millj­ón­ir. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur samt vinn­ing­inn með 58,2 millj­ón­ir.

Alexandria Ocasio-Cortez.
Al­ex­andria Ocasio-Cortez. AFP

Þingmaður­inn er ekki aðeins virk­ur á Twitter en hún hef­ur strax vakið mikla at­hygli á þing­inu. Hún telst til vinst­ris­innaðra demó­krata og hafa hug­mynd­ir henn­ar farið hátt, sem er vænt­an­lega ástæða þess að and­stæðing­um henn­ar fjölg­ar en þeir virðast hræðast rót­tæk­ar hug­mynd­ir henn­ar. Hún vill setja 70% há­tekju­skatt á árs­tekj­ur hærri en 10 millj­ón­ir dala en þessi hug­mynd hef­ur vakið mikið um­tal. Hún vill enn frem­ur m.a. tryggja aðgengi að niður­greiddri heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla og tryggja fæðing­ar­or­lof. Hún var að leggja fram á þing­inu til­lögu sem kallst „Green New Deal“, stefnu sem á að tryggja grænni framtíð, skapa störf og tak­ast á við ójöfnuð í land­inu. Tím­inn leiðir síðan í ljós hvernig henni tekst að fram­fylgja stefnu­mál­um sín­um.

Fjallað er um þingkonuna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Fjallað er um þing­kon­una í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert