„Við vorum einfaldlega fávís“

Kona og barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Mynd úr safni.
Kona og barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Mynd úr safni. AFP

Banda­rísk kona, sem her­sveit­ir Kúrda tóku til fanga eft­ir að hún flúði eitt af síðustu höfuðvígj­um víga­sam­tak­anna Rík­is íslams í Sýr­landi, seg­ist „iðrast þess veru­lega“ að hafa farið til Sýr­lands til að ganga til liðs við víga­sam­tök­in. Kon­an, Hoda Mut­h­ana, biðlar nú til yf­ir­valda að hún fái að snúa aft­ur til fjöl­skyldu sinn­ar í Ala­bama.

Guar­di­an seg­ir Mut­h­ana hafa vera einn af helstu áróðurs­mönn­um Rík­is íslams á net­inu og hún hafi m.a. hvatt til þess að blóði Banda­ríkja­manna væri úthelt. Hún seg­ist nú hafa gert „reg­in­mis­tök“ þegar hún fór frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir fjór­um árum og seg­ist hafa verið heilaþveg­in á net­inu.

Guar­di­an ræddi við Mut­h­ana, þar sem hún dvel­ur nú í al-Hawl-flótta­manna­búðunum í norður­hluta Sýr­lands. Á meðan leik­ur 18 mánaða son­ur henn­ar sér við fæt­ur henn­ar. Mut­h­ana kveðst hafa mis­skilið trú sína og að þeir vin­ir sem hún taldi á þeim tíma vera að fylgja kenni­setn­ing­um íslams, hefðu í raun verið að styðja Ríki íslams.

„Við vor­um ein­fald­lega fá­vís […] og vor­um svo orðnir her­menn í heil­ögu stríði [e. ji­hadi] ef lýsa má því þannig,“ sagði Mut­h­ana. „Ég hélt að ég væri að gera hið rétta í nafni Guðs.“

Eini Banda­ríkjamaður­inn í búðunum

Mut­h­ana er eini Banda­ríkjamaður­inn í hópi um 1.500 er­lendra kvenna og barna í búðunum þar sem 39.000 flótta­menn dvelja nú. Búðirn­ar eru í um tveggja klukku­tíma fjar­lægð frá þeim stað þar sem loka­bar­átt­an til að hrekja Ríki íslams frá norður­hluta Sýr­lands á sér stað.

Reynsla Mut­h­ana af líf­inu með víga­sam­tök­un­um fylg­ir risi og falli kalíf­a­dæm­is­ins yfir fimm ára tíma­bil. Hún flúði að heim­an og flaug til Tyrk­lands í nóv­em­ber árið 2014, eft­ir nokk­urra mánaða und­ir­bún­ing. Þess­um fyr­ir­ætl­un­um sín­um hafði hún haldið vand­lega leynd­um fyr­ir fjöl­skyldu sinni.

Hún sett­ist svo að í sýr­lensku borg­inni Raqqa, sem var eitt af höfuðvígj­um Rík­is íslams og gift­ist þar áströlsk­um víga­manni, Su­h­an Rahm­an. Hann átti eft­ir að verða fyrst­ur þriggja eig­in­manna henn­ar.

„Úthellið blóði þeirra“

Rahm­an var drep­inn í bæn­um Kobani og skömmu síðar skrifaði Mut­h­ana á Twitter: „Banda­ríkja­menn vaknið þið! Bæði kon­ur og menn. Það er margt sem þið þurfið að gera á meðan þið lifið und­ir stærsta óvini okk­ar. Það er búið að sofa nóg! Farið að akst­urslúg­um og úthellið blóði þeirra, eða leigið stór­an bíl og keyrið yfir þá [...] drepið þá,“ skrifaði hún.

Um margra mánaða skeið árið 2015 var Twitter-síða henn­ar full af for­dæm­ing­um og hún kveðst hafa verið of­stæk­is­mann­eskja áfram næsta árið. Nú seg­ir hún aðra hafa tekið Twitter-reikn­ing sinn yfir.

Skömmu síðar gift­ist Mut­h­ana öðrum eig­in­manni sín­um, víga­manni frá Tún­is, og eignaðist son­inn Adam með hon­um. Hann féll í Mósúl, en Mut­h­ana hörfaði ásamt tug­um annarra kvenna dýpra inn á yf­ir­ráðasvæði víga­sam­tak­anna. Þar gift­ist hún svo sýr­lensk­um víga­manni í fyrra.

Svaf í eyðimörk­inni með öðrum út­lög­um

Mut­h­ana seg­ir fjöl­skyldu sína í Ala­bama vera mjög íhalds­sama og að þau hafi haft heft­andi áhrif á hana. Þetta tel­ur hún hafa átt sinn þátt í því að hún sner­ist til öfga­trú­ar. „Mann lang­ar að fara út með vin­um sín­um, en ég mátti það ekki. Þá sneri ég mér að trúnni og gerði það of harka­lega. Ég var sjálflærð og hélt að allt sem ég las væri rétt,“ seg­ir Mut­h­ana.

„Þegar ég horfi núna til baka þá finnst mér ég hafa verið mjög hroka­full. Núna hef ég áhyggj­ur af framtíð son­ar míns. Ég átti ekki marga vini eft­ir að lok­um, af því að því meira sem ég talaði um kúg­un Rík­is íslams því fleiri vini missti ég. Ég var eitt sinn heilaþveg­in og vin­ir mín­ir eru það enn þá.“

Það var svo fyr­ir sex vik­um sem Mut­h­ana flúði til þorps­ins Susa, sem er skammt frá víg­lín­unni í Bag­huz þar sem bar­ist er nú. Hún seg­ist hafa sofið tvær næt­ur í eyðimörk­inni með hópi annarra út­laga frá Ríki íslams. Síðan var hún tek­in til fanga af her­sveit­um Kúrda sem fluttu hana til al-Hawl, þar sem hún er í fé­lags­skap annarra eig­in­kvenna og ekkna víga­manna víða að úr heim­in­um.

Kon­un­um er óheim­ilt að yf­ir­gefa búðirn­ar og vopnaðir verðir fylgja þeim á fundi. Þær hafa þó aðgang að mat og ein­hverj­um hjálp­ar­gögn­um.

Gera okk­ur lífið leitt

Í al-Hawl-búðunum hef­ur óvild sem kraumaði und­ir yf­ir­borðinu síðustu fjög­ur árin risið upp á yf­ir­borðið á ný. Ný banda­lög hafa mynd­ast og óvinátta kviknað, en kon­urn­ar til­heyra þrem­ur aðskild­um hóp­um, rúss­nesk­um kon­um, túnis­ísk­um kon­um og svo öðrum vest­ræn­um kon­um að sögn starfs­manna búðanna.

„Þær [rúss­nesku og túnís­ísku kon­urn­ar] gera okk­ur lífið leitt,“ seg­ir Lisa And­er­son, sænsk kona sem er þar í haldi. „Fari maður út úr tjald­inu án þess að vera í búrku eða seg­ir eitt­hvað við stjórn­end­urna þá berja þær mann eða börn­in manns. Svo hóta þær að brenna tjaldið manns.“

Eins árs dótt­ir And­er­son dó í flótta­manna­búðunum fyr­ir um mánuði og seg­ir hún ástæðuna vera lé­lega lækn­isþjón­ustu. 

Mut­h­ana lýs­ir reynslu sinni af Ríki íslams sem veru­lega áhrifa­mik­illi. „Þetta var eins og kvik­mynd,“ seg­ir hún. „Maður les eina bók og tek­ur sig vita allt. Ég er í raun illa far­in eft­ir upp­lif­un mína. Við sult­um og átum í raun og veru gras.“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hvatti Evr­ópuþjóðir fyrr í dag til að taka við yfir 800 víga­mönn­um Rík­is íslams sem hafa bar­ist í Sýr­landi en verið hand­samaðir. Ann­ars verði að láta þá lausa. Hann virðist hins veg­ar horfa fram hjá þeirri staðreynd að Banda­rík­in hafi sýnt lít­inn áhuga á að gera slíkt hið sama.

Mut­h­ana seg­ist ekki hafa verið í sam­bandi við banda­rísk yf­ir­völd frá því hún var hand­tek­in. „Ég myndi biðja þau að fyr­ir­gefa mér að hafa verið svona fá­vís,“ seg­ir hún. „Ég var ung og fá­vís. Ég var 19 ára þegar ég fór. Ég trúi því að Banda­rík­in gefi mér annað tæki­færi. Mig lang­ar að koma aft­ur og ég mun aldrei fara aft­ur til Mið-Aust­ur­landa. Banda­rík­in geta tekið vega­bréfið mitt, mér er al­veg sama.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert