Bandarísk ríki í mál við Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Sex­tán ríki Banda­ríkj­anna hafa höfðað mál gegn Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi í þeim til­gangi að reisa vegg á landa­mær­un­um að Mexí­kó. Segja rík­in um stjórn­ar­skrár­brot að ræða.

Fram kem­ur í frétt AFP að málið hafi verið höfðað fyr­ir al­rík­is­dóm­stól í Kali­forn­íu en í stefnu ríkj­anna sex­tán segi að ákvörðun Trumps fari í bága við vilja banda­ríska þings­ins og ákvæði stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna sem segi þingið hafa síðasta orðið um ráðstöf­un al­manna­fjár og með hvaða hætti skuli staðið að laga­setn­ingu.

Rík­in sem höfðað hafa málið gegn Trump eru Kali­forn­ía, Col­orado, Conn­ecticut, Delaware, Hawaii, Ill­in­o­is, Maine, Mary­land, Michigan, Minnesota, Nevada, New Jers­ey, New Mex­ico, New York, Or­egon og Virg­in­ía. 

Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu.
Xa­vier Becerra, dóms­málaráðherra Kali­forn­íu. AFP

Ákvörðun Trumps þýðir að han get­ur ráðstafað fjár­mun­um sem ætlaðir voru í ýmis önn­ur verk­efni í vegg­inn. Dóms­málaráðherra Kali­forn­íu hafði áður sagt að ríkið hefði hags­muna að gæta í mál­inu þar sem hætta væri á að það yrði af fjár­magni meðal ann­ars til her­mála og al­manna­varna sem yrði þess í stað notað til þess að reisa vegg­inn.

Einnig seg­ir í stefn­unni að ráðuneyti heima­varn­ar­mála hafi brotið gegn lög­um um um­hverf­is­vernd með því að hafa ekki látið meta um­hverf­isáhrif veggj­ar­ins í Kali­forn­íu og New Mex­ico.

Nokkr­ir öld­unga­deild­arþing­menn Re­públi­kana­flokks­ins, flokks Trumps, hafa harðlega gagn­rýnt ákvörðun for­set­ans og sagt að hún setti hættu­legt for­dæmi og fæli í sér að fram­kvæmd­ar­valdið væri að fara út fyr­ir mörk sín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert